fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tekur við

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 9. apríl 2024 14:12

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni tekur við sem forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson verður fjármálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir fer í Innviðaráðuneytið og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er nýr matvælaráðherra. Þórdís Kolbrúna Reykfjörð Gylfadóttir fer úr fjármálaráðuneytinu aftur í utanríkisráðuneytið.

Ný ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tekur við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum um kvöldmatarleytið í kvöld.

Formenn ríkisstjórnarflokkanna, Bjartni Benediktsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, tilkynntu þetta á blaðamannafundi í Hörpu nú rétt í þessu.

Útlendingafrumvapið er að sögn Bjarna Benediktssonar algert forgangsmál ríkisstjórnarinnar á þessu þingi. Einnig verður áhersla á orkumál og hrinda í framkvæmd þeim stuðningsaðgerðum sem ríkisstjórnin lofaði við gerð kjarasamninga. Þá sagði Sigurður Ingi, nýr fjármálaráðherra, að áhersla yrði lögð á mál Grindvíkinga.

Guðmundur Ingi, formaður VG, sagði að áhersla verði lögð á samgöngusáttmálann og borgarlínuna

Stjórnarsáttmálinn er óbreyttur frá því sem var.

Lyklaskipti í ráðuneytum verða á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún boðar Þorgerði og Ingu á fund

Kristrún boðar Þorgerði og Ingu á fund
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokkinn vera eins og misnotaðan hund – þjóðin hringdi á hundaeftirlitsmanninn

Segir Sjálfstæðisflokkinn vera eins og misnotaðan hund – þjóðin hringdi á hundaeftirlitsmanninn