Bjarni tekur við sem forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson verður fjármálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir fer í Innviðaráðuneytið og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er nýr matvælaráðherra. Þórdís Kolbrúna Reykfjörð Gylfadóttir fer úr fjármálaráðuneytinu aftur í utanríkisráðuneytið.
Ný ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tekur við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum um kvöldmatarleytið í kvöld.
Formenn ríkisstjórnarflokkanna, Bjartni Benediktsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, tilkynntu þetta á blaðamannafundi í Hörpu nú rétt í þessu.
Útlendingafrumvapið er að sögn Bjarna Benediktssonar algert forgangsmál ríkisstjórnarinnar á þessu þingi. Einnig verður áhersla á orkumál og hrinda í framkvæmd þeim stuðningsaðgerðum sem ríkisstjórnin lofaði við gerð kjarasamninga. Þá sagði Sigurður Ingi, nýr fjármálaráðherra, að áhersla yrði lögð á mál Grindvíkinga.
Guðmundur Ingi, formaður VG, sagði að áhersla verði lögð á samgöngusáttmálann og borgarlínuna
Stjórnarsáttmálinn er óbreyttur frá því sem var.
Lyklaskipti í ráðuneytum verða á morgun.