fbpx
Fimmtudagur 23.maí 2024
Eyjan

Jóhannes Loftsson skrifar: Tvö þúsund fimm hundruð níutíu og níu

Eyjan
Miðvikudaginn 15. maí 2024 13:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Heimskringlu Snorra Sturlusonar segir frá þegar fulltrúi Noregskonungs falaðist eftir því á Alþingi að Noregskonungur fengi Grímsey að gjöf. Steig þá fram Einar Þveræingur og hélt eldræðu sem sannfærði þingheim að slíka gjöf mætti aldrei gefa erlendu ríkisvaldi, því þá fengi konungur bækistöð til að leggja undir sig allt landið. Sendifulltrúinn fór tómhentur heim.

Líklegt er að saga Íslands hefði orðið önnur og ómerkilegri ef þessi gjöf hefði verið gefin. Íslenska lýðveldið hefði aðeins lifað í tæpa öld í stað 332 ár. Án frelsis og hagsældar hefðu Íslendingasögurnar vart verið skráðar og Íslands forna frægð, landafundirnir og jafnvel íslensk tunga fallið í gleymskunnar dá.  Án tungu eða bókmenntaarfs hefði sjálfstæðisbarráttan misst allan kraft.

2599

Atburðurinn 1020 er ekkert einsdæmi um einn einstakling sem steig fram á raunastund og breytti gangi sögunnar.  Síðast gerðist það árið 2010 þegar Ólafur Ragnar Grímsson neitaði að skrifa undir icesave lögin þar sem ríkisstjórn Íslands hafði gengist við þeim afarkostum að íslenskir skattgreiðendur ættu að ábyrgjast skuldir einkafyrirtækis og ríkistryggja innstæður fallins banka. Miklum þrýstingi var beitt til að þvinga málið í gegn og því þurfti í senn hugrekki og staðfestu til að þora að standa á móti straumnum og kollvarpa áætlunum yfirvalda.

Aldrei áður hefur myndast jafn djúp gjá milli almennings og yfirvalda. Ísland var í miðri dýpstu fjármálakreppu sögunnar og bæta átti 20-30 milljóna skuld á hverja fjölskyldu til að þóknast erlent yfirvald. Svik stjórnvalda voru algjör og almenningur var bjargarlaus.

Niðurlæging stjórnvalda varð líka algjör í kosningunum sem fylgdu, því 98% kjósenda felldu lögin en aðeins 2% sögðu já.  Aðeins 2599 kjósendur samþykktu Icesave kúgunina.Í þeim hópi voru án efa Katrín Jakobsdóttir og Baldur Þórhallsson, sem nú fjórtán árum seinna leiða í baráttunni um að verða næsti forseti. Hver hefði trúað því?

Halla Finnbogadóttir

Þriðji forsetaframbjóðandinn sem er í dag líkleg til að vinna, Halla Hrund er ekki eins auðlesin. Hún er góð að markaðssetja sig, en auglýsingar eru glansmynd. Sem orkumálastjóri hafði hún gaman af því að ferðast (með þriggja milljóna ferðakostnað á ári) og er vinkona vina sinna (stuðningsmenn framboðsins fengu 31 milljónir frá Orkustofnun). Skylduverkin voru leiðinlegri og þar var hún þó ekki eins afkastamikil og leyfisveitingar mikilvægra verkefna eins og Hvammsvirkjunar töfðust gríðarlega sem olli marg-milljarða tjóni fyrir Landsvirkjun. En meira að segja þó að við myndum í bjartsýni óska okkur að Halla yrði næsta Vigdís (sem hún kallar fyrirmynd sína),væri slíkur forseti ekki það sem Ísland þarf á að halda í dag. Í dag er sótt að Íslendingum úr öllum áttum og vá steðjar að og því þarf Ísland sárlega á öðruvísi forseta.  Ísland þarf nýjan Þveræing.

Hnignun íslenska lýðræðisins

Íslenska stjórnkerfið er orðið gegnsýrt af ábyrgðarleysi.  Alþingi fjöldaframleiðir ný og ný lög frá Evrópusambandinu án þess að setja sig almennilega inn í hvaða kvaðir er verið að samþykkja að þegnarnir eigi að fylgja. Ríkisstjórnir og stofnanir eru sífellt að víkka valdsvið sitt oft á skjön við stjórnarskrá eða lögbundið hlutverk. Þessari valdaútþenslu fylgir samt engin ábyrgð og þegar mistök eru gerð eru allar óþægilegar upplýsingar þaggaðar niður af yfirvaldi sem “rannsakar” sig sjálft. Ábyrgðarflóttanum fylgir ákvarðanafælni þar sem yfirvöld vilja helst apa eftir útlendum ríkjum. Fyrir vikið er enginn lengur í brúnni og þjóðarskútan er komin á sjálfstýringu að fullveldisafsali.

Þannig stendur til í “bókun 35”, að gera evrópsk lög rétthærri íslenskum, sem mun í raun þýða að löggjafavaldið verður ekki lengur á Íslandi. Alþjóðastofnanir eins og WHO hafa einnig verið að færa sig upp á skaftið og í síðustu uppfærslu alþjóðaheilbrigðisreglugerðarinnar sem sem verður innleidd hér mun yfirmaður WHO fá alræðisvald yfir aðgerðum á íslandi þegar hann lýsir yfir neyðarástandi. Þá mun hann geta takmarkað ýmis stjórnarskrárvarin réttindi eins og málfrelsi, ferðafrelsi og atvinnufrelsi Íslendinga. Í næsta faraldri gæti því verið beitt útgöngubanni og bóluefnaskyldu.  Enginn gætir lengur hagsmuna Íslands á alþjóðavettvangi og til marks um geðveikina þá er Ísland, orku-hreinasta land í heimi, í dag farið að kaupa kolefniskvóta frá kolefnisútblástursdrifnum löndum eins og Slóvakíu.

Eftir offarir yfirvalda í kófinu, er enginn áhugi hjá þeim um uppgjör við mistökin sem þá voru gerð.  Öll sú kreppa, óðaverðbólga, hnignun á heilsu þjóðarinnar og fordæmalaus umfram andlát er einhverju öllu öðru að kenna en lokun landsins og eitursprautuherferðinni.  Þetta eru skilaboðin sem yfirvöld hanga á, á sama tíma og öll upplýsingagjöf er skömmtuð vandlega til að sannleikurinn komi bara fram eins seint og mögulegt er.  En aðeins sannleikurinn getur frelsað okkur, því ekki er hægt er að læra af sögu sem enginn fær að heyra eða lágmarka skaðann af eitri ef enginn veit að eitur var í sprautunni.

Arnar Þveræingur

Til að það verði stefnubreyting þá þarf mann í brúna sem þorir að taka í stýrið. Forseti Íslands er í einstakri stöðu til að geta haft slík áhrif.  Öll lög þarf hann að samþykkja og sem yfirmaður ráðherra getur hann þvingað fram bætta upplýsingagjöf.

Arnari Þór Jónsson hefur í gegnum tíðina sýnt það að þegar mikið liggur við er hann reiðubúinn að leggja allt í sölurnar fyrir sannleikann og Ísland.

Allt vakandi fólk þarf að fara að átta sig á að nú er tækifæri til að vekja athygli á undiröldunni sem komin er af stað.  Baráttan fyrir sannleikanum og ábyrgð þeirra sem landinu stjórna.  Ef Arnar verður næsti forseti byrjar viðspyrnan í júní. Það er kominn tími til að enda kófið.

 

Höfundur er stofnandi Ábyrgar Framtíðar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína reið RÚV – „Raðar í AÐAL-bekk og AUKA-bekk“

Steinunn Ólína reið RÚV – „Raðar í AÐAL-bekk og AUKA-bekk“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Helga svarar Kára fullum hálsi

Helga svarar Kára fullum hálsi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Baldur Þórhallsson – Ákvörðun um þingrof verður að byggjast á vilja þingsins

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Baldur Þórhallsson – Ákvörðun um þingrof verður að byggjast á vilja þingsins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Hamasliðar voru 20-30 þúsund, en munu sennilega tífaldast – Útrýming þeirra ógjörleg – Hvað gengur Ísrael til?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Hamasliðar voru 20-30 þúsund, en munu sennilega tífaldast – Útrýming þeirra ógjörleg – Hvað gengur Ísrael til?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Baldur Þórhallsson – Gangi Alþingi fram af þjóðinni skal forseti tafarlaust vísa málinu til þjóðarinnar

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Baldur Þórhallsson – Gangi Alþingi fram af þjóðinni skal forseti tafarlaust vísa málinu til þjóðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Ríkismiðlarnir snúa saman bökum

Svarthöfði skrifar: Ríkismiðlarnir snúa saman bökum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Baldur Þórhallsson – Málskotsrétturinn var virkur þegar Vigdís íhugaði að skrifa ekki undir EES

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Baldur Þórhallsson – Málskotsrétturinn var virkur þegar Vigdís íhugaði að skrifa ekki undir EES