fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

Svanhildur Konráðsdóttir: Allt í lagi með Spotify og plötuspilarann en ekkert jafnast á við lifandi viðburð í dásamlegum sal

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 5. apríl 2024 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harpa er komin í fullan gang þrátt fyrir að hafa farið dálítið hægt af stað eftir miklar lokanir og takmarkanir á tímum heimsfaraldurs. Ekkert jafnast á við að hlýða á lifandi viðburð með öðru fólki á dásamlegum sal með frábærum hljómburði. Víkingur Heiðar og Laufey Lín slógu í gegn með þrennum uppseldum tónleikum hvort núna á þessu ári. Umboðsmaður Laufeyjar Línar sagði Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, að Harpa væri besta húsið sem þau hefðu komið í á heimstónleikaferð Laufeyjar Línar. Svanhildur er gestur Ólafs Arnarsonar í Markaðnum á Eyjunni.

Markadurinn - Svanhildur Konradsdottir - 1.mp4
play-sharp-fill

Markadurinn - Svanhildur Konradsdottir - 1.mp4

„Það tók dálítinn tíma eftir heimsfaraldurinn að vinna aftur upp þessa tiltrú og áhuga og skuldbindingu fólks til að kaupa miða og koma á tónleika. Fólk var kannski að bíða alveg fram á síðustu stund af því að fólk var búið að bíða í tvö til þrjú ár í því ástandi að geta ekki alveg treyst hvort …“

Já, einhverjir áttu miða rétt fyrir Covid og viðburðurinn hafði ekki enn átt sér stað þremur árum síðar …

„Nákvæmlega. Einmitt, og fólk átti uppsafnað kannski einhverja átta tónleika eða eitthvað svoleiðis. Það tók svolítinn tíma að ná aftur svona betra jafnvægi. Það er að nást, sem er mjög gleðilegt. Svo erum við að sjá svona fallegar og skærar stjörnur eins og Víking Heiðar með þrennu í febrúar, afmælistónleikana, þar sem ég held að fólk hafa bara fallið í trans, eiginlega, við að hlusta á þetta.“

Það var sko upplifun, það get ég vottað sjálfur.

„Einmitt, þetta var nánast trúarleg upplifun, og það er auðvitað galdurinn í þessum lifandi viðburðum. Þú getur auðvitað hlustað á dásamlega tónlist í Spotify, eða hvaða veitu sem er, eða gömlu plötuna þína, en það að upplifa þessa samveru og þessar tilfinningar sem verða í sal, þegar fólk hlustar saman, það er eitthvað sem er óviðjafnanlegt.“

Og líka í þessum sal, hljómburðurinn!

„Eldborgarsalurinn er í raun og veru eins og nokkurs konar hljóðfæri í sjálfu sér, vegna þess að það er hægt að stilla hann af á ótal vegu til að hámarka, eða fá góðan hljómburð, allt frá því að vera með einsöngvara eða einleikara yfir í að vera með dauðarokk. Það er allt þar á milli – sinfóníuhljómsveitir – þannig að salurinn er yndislegur,“ segir Svanhildur.

„Ekki má heldur gleyma hinni, já, þær eru raunar margar stjörnurnar, en hún Laufey Lín var líka með sína uppseldu þrennu. Það var alveg stórkostlegt að upplifa það og ég var að spjalla bæði við hana og umboðsmanninn hennar, eftir lokatónleikana, og mér þótti vænt um að heyra það að hún er auðvitað búin að vera, sömuleiðis, að túra, halda tónleika víða um heim, og hann sagði við mig, umboðsmaðurinn hennar, hann sagði: Ég veit að þetta hljómar svona eins og skjall, en ég segi þér það alveg satt að þetta er besta hús sem við höfum spilað í og hér hefur okkur liðið best.“

Svanhildur ræðir við Ólaf um tónleika- og ráðstefnuhúsið Hörpu, reksturinn, eigendurna, tækifærin og hver áhrif Hörpu eru á hagkerfið. Innan Hörpu er raunar hagkerfi, ekki svo lítið, sem hefur áhrif á allt íslenska hagkerfið, auk þess að styðja við ferðaþjónustu á ýmsan hátt – jafnvel á þann veg að kemur á óvart.

Hægt er að nálgast þáttinn í heild hér á Eyjunni í fyrramálið, laugardaginn 6. apríl, kl. 8.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn
Hide picture