fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Eyjan

Oddviti Viðreisnar hyggst segja sig úr bæjarstjórn Garðabæjar

Eyjan
Miðvikudaginn 24. apríl 2024 09:28

Sara Dögg Svanhildardóttir, oddviti Viðreisnar Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Dögg Svanhildardóttir, oddviti Viðreisnar og bæjarfulltrúi í Garðabæ, mun óska eftir því að vera leyst frá störfum í bæjarstjórn á vormánuðum. Þetta kemur fram í færslu Söru Daggar á Facebook en hún tilkynnti félögum sínum í Viðreisn Garðabæjar frá ákvörðun sinni í gærkvöldi.

„Ég hef ákveðið að láta staðar numið í pólitíkinni,“ skrifar Sara Dögg og segist vera þakklát fyrir það traust sem henni hefur verið sýnt af kjósendum og félögum sínum í Garðabæ.

„Á sama tíma er ég einstaklega þakklát fyrir þá dýrmætu reynslu sem vera mín við bæjarstjórnarborðið hefur fært mér. Viðreisn í Garðabæ verður áfram í öruggum höndum félaga minna. Mér hefur verið falið óendanlega spennandi verkefni í vinnulífinu mínu sem eru þess eðlis að ég kýs að einbeita mér alfarið að því. Að fá að taka þátt í því að leiða breytingar með það að markmiði að auka tækifæri fatlaðs fólks í samfélaginu til þátttöku m.a á vinnumarkaði er ómetanlegt. Þar er verk að vinna og ég vil nýta ástríðuna mína af öllu hjarta í þau verkefni á meðan ég fæ tækifæri til,“ skrifar Sara Dögg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér