fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Forseti ASÍ: Seðlabankinn er væntanlega að bíða og sjá hvort fyrirtækin velti kauphækkunum út í verðlag

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 29. mars 2024 12:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru vonbrigði að Seðlabankinn skyldi ekki nota tækifærið og lækka vexti á dögunum. Nú ríður á að þau félög sem eiga eftir að ganga frá kjarasamningum geri það innan þess ramma sem stöðugleikasamningarnir mótuðu. Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, á von á því að fyrirtækin taki á sig hóflegar kauphækkanir, sem samið var um, án þess að hleypa þeim út í verðlagið. Finnbjörn er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markadurinn - Finnbjorn Hermannsson - 1.mp4
play-sharp-fill

Markadurinn - Finnbjorn Hermannsson - 1.mp4

„Hætturnar liggja náttúrlega í því ef einhver fer að skorast undan og ef það fer að myndast óeðlileg þensla þá náttúrlega verða ekki forsendur kannski fyrir vaxtalækkun, en það er hvorugt í spilunum í augnablikinu. Einkaneyslan, hún er enn að dragast saman, og það er engin sérstök þensla sem slík. Undirliggjandi verðbólga er enn þá lægri en þessi opinbera þannig að það er í sjálfu sér engin þensla,“ segir Finnbjörn.

Hann segir vexti því eiga að fara að lækka fljótlega. „Ég varð reyndar fyrir vonbrigðum að vextirnir hafi ekki lækkað. Ég mat það þannig að Seðlabankinn ætlaði að taka undir með okkur.“

Já, nú er enn ólokið samningum opinberra starfsmanna og fleiri samningum sem eru hluti af þessari jöfnu ef þetta eiga að vera allsherjar stöðugleikasamningar. Hefði ekki Seðlabankinn getað í raun og veru stuðlað að því að auðvelda samningagerð á svipuðum nótum t.d. hjá opinberum starfsmönnum með því að spila út vaxtalækkun?

„Nú verður maður bara að geta í hvað Seðlabankinn er að gera. Þetta eru náttúrlega margir einstaklingar sem koma að því að ákvarða þessa stýrivexti. Ég geri ráð fyrir að Þau hafi haft það í huga að þau ætli aðeins að halda í. Þessi vaxtaákvörðun var ekki nema viku eftir að við samþykkjum samningana, flest öll félögin, og sum voru ekki búin að gera það. Ég geri ráð fyrir því að þau hafi verið að hugsa með sér að það eiga nokkrir eftir að gera samninga, og líka það að fyrirtækin eiga eftir að taka á sig þessa hækkun, þó þetta sé ekki stór hækkun, 3,25 prósent, fyrirtækin verða að gefa signal með að þetta fari ekki út í verðlagið.“

Finnbjörn segist reikna með að Seðlabankinn sé að skoða hvernig aðrir, sem eiga eftir að semja, gangi frá sínum málum og líka hvernig fyrirtækin fari með kauphækkunina.

„Ég á ekki von á öðru heldur en því að það gangi eftir, að fyrirtækin geti tekið þetta á sig, vegna þess að flest öll fyrirtækin eru ekkert á horriminni hvað varðar eignarhald. Þannig að ég geri ráð fyrir því að þau muni taka þetta á sig. Ég geri líka ráð fyrir því að þau félög sem eiga eftir að semja verði í sinki við það sem búið er að gera. Við erum í sama samfélaginu og þau munu alveg njóta góðs af bæði ríkisstjórnarpakkanum og eins vaxtalækkun, verði hún, en þau verða þá að leggja eitthvað á sig eins og ASÍ félögin eru búin að gera.“

Finnbjörn fer yfir sviðið á vinnumarkaði og kjarasamninga í hlaðvarpinu. Hann ræðir meðal annars stöðuna í verkalýðshreyfingunni, hvort traust ríki þar innbyrðis, og líka gagnvart atvinnurekendum. Hann ræðir um nýgerðar breytingar á búvörulögum, sem hann hefur miklar áhyggjur af. Finnbjörn ræðir líka um sveiflurnar og ófyrirsjáanleikann, sem er hér á landi og verður nema við náum að stækka hagkerfið með einhverjum hætti.

Hlaðvarpið í heild má nálgast hér á Eyjunni í fyrramálið, laugardaginn 30. mars klukkan níu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 3 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Hide picture