fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Eyjan
Fimmtudaginn 18. apríl 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að upp sé komin sú vandræðalega staða að skoðanakannanafyrirtækið Gallup reynist vera með nána tengingu við einn frambjóðanda í forsetakjörinu, Katrínu Jakobsdóttur. Staðfest er að samskiptafyrirtækið Aton JL sjái um hönnun og útlit fyrir framboð Katrínar en eignatengsl eru milli þess og Gallups. Það getur ekki annað en valdið tortryggni þegar skoðanakannanir verða birtar í aðdraganda kosninganna.

Í síðasta tölublaði Heimildarinnar segir um þetta orðrétt: „… Aton JL sér um hönnun og útlit fyrir framboð Katrínar. Huginn Freyr Þorsteinsson er tengill fyrirtækisins við framboðið. Hann er einn eigenda Aton JL og á síðasta ári varð hann stjórnarformaður GALLUP eftir að félag sem er að hluta í eigu Hugins, Hamarshylur, keypti Gallup. Hann hefur lengi verið innanbúðarmaður hjá Vinstri grænum og var til að mynda aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar þegar hann var ráðherra …“

Þessi augljósu og miklu tengsl framboðs Katrínar Jakobsdóttur við skoðanakannanafyrirtækið Gallup hljóta að valda mikilli tortryggni og gera fyrirtækið ótrúverðugt í aðdraganda forsetakosninganna.

Orðið á götunni er að eðlilegt sé að meta fyrirtækið vanhæft að þessu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnar Þór íhugar að stofna nýjan stjórnmálaflokk

Arnar Þór íhugar að stofna nýjan stjórnmálaflokk
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Hvað segja Bretar nú um Brexit?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Hvað segja Bretar nú um Brexit?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu