fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Línur skýrast – Baldur fer á Bessastaði nema Guðni hætti við að hætta

Eyjan
Fimmtudaginn 28. mars 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baldur Þórhallsson mælist með yfirburði samkvæmt nýrri stórri skoðanakönnun Prósents fyrir Vísi og Stöð 2 sem birt var í gær.  Könnunin náði til 1950 manna og spurt var dagana 20. til 27. mars. Svarhlutfall var 51 prósent sem er algengt í svona könnunum. Baldur mældist með 37 prósent fylgi, Halla Tómasdóttir kom næst með 15 prósent, þá Arnar Þór Jónsson með einungis 5 prósent og aðrir minna, en 34 prósent aðspurðra sögðust ekki vita hvern þeir ætluðu að kjósa. Ef einungis er horft til þeirra sem tóku afstöðu var Baldur með 56 prósent stuðning og Halla Tómasdóttir 23 prósent. Ljóst er að þau tvö skera sig alveg úr og aðrir virðast ekki eiga möguleika á að blanda sér í baráttuna um forsetaembættið að óbreyttu.

Í gær bárust hins vegar þau óvæntu tíðindi að Guðni Th. Jóhannesson útilokaði ekki í blaðaviðtali að hann kynni að hætta við að hætta en til þess þyrftu aðstæður að vera mjög sérstakar. Ljóst er að Guðni hefur fengið mikla hvatningu til að gefa kost á sér áfram til að gegna embættinu. Mikill fjöldi kjósenda hefur skorað á hann að endurmeta fyrri ákvörðun og hópur fólks vill fá heimild til að hefja undirskriftasöfnun honum til stuðnings. Guðni verst enn þá fimlega en hefur þó ekki með öllu aftekið að skipta um skoðun.

Þá er full ástæða til að staldra við nafn Höllu Hrundar Logadóttur, orkumálastjóra, en nafn hennar hefur verið nefnt æ oftar undanfarna daga. Hún þykir einstaklega frambærileg ung kona, hámenntuð, með víðtæka reynslu, prýdd góðum gáfum og með mjög aðlaðandi framkomu. Stór hópur fólks hefur skorað á hana og er tilbúinn að berjast fyrir kjöri hennar komi til framboðs. Orkumálastjórinn gæti hæglega sett strik í þennan reikning en trúlega ekki aðrir.

Allt tal um að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, íhugi framboð hljómar einungis sem pólitískur loddaraleikur. Hún virðist freista þess a beina að sér athygli vegna þessarar hugmyndar og um leið að beina um leið athyglinni frá hræðilegri stöðu Vinstri grænna sem mælast skelfilega í öllum skoðanakönnunum. Katrín veit manna best að enginn forystumaður er tiltækur hjá Vinstri grænum til að taka við af henni fari hún í framboð. Eins má ætla að ríkisstjórnin myndi ekki lifa það af vegna þess að enginn er í sjónmáli til að taka við embætti forsætisráðherra án þess að til þingkosninga kæmi fyrst. Og verði kosið blasir við að forsætisráðherrann kæmi úr núverandi stjórnarandstöðu. Vitað er að Katrínu langar að svala metnaði sínum með forsetaframboði en þá myndi hún skilja flokk sinn eftir í sárum og ríkisstjórnina á brún hengiflugsins. Slíkt væri fullkomið ábyrgðarleysi af hennar hálfu og ekki til þess fallið að afla stuðnings meðal kjósenda. Framboð Katrínar væri hrein fásinna og fengi ekki stuðning. Óþarfi er að eyða tíma í að fjalla um þann möguleika.

Í gær gaf Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, stórleikkona, í skyn að hún væri hálfu skrefi frá því að bjóða sig fram til forseta. Steinunn skrifar vikulegar greinar á DV/Eyjuna sem vekja ávallt athygli enda eru þær beittar og vel gerðar. Leikkonan er frumleg og þekktur stríðnispúki. Nú leikur grunur á að hún sé að undirbúa aprílgabb ársins með því að tilkynna um framboð sitt næsta mánudag – þann 1. apríl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“