Reuters skýrir frá þessu og segir að tæplega hálf milljón manna hafi gefið fé í kosningasjóð Biden. 97% framlaganna eru undir 200 dollurum samkvæmt því sem kemur fram í upplýsingum sem framboð Biden birti á sunnudaginn.
Þetta eru jákvæð tíðindi fyrir Biden sem hefur glímt við ákveðinn mótvind að undanförnu því hann hefur verið sagður gleyminn, ekki upplagður til að standa í kosningabaráttu og margir segja hann of gamlan til að gegna forsetaembættinu.