fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
EyjanFastir pennar

Steinunn Ólína skrifar: Áunnið heyrnarleysi

Eyjan
Föstudaginn 8. mars 2024 06:00

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mynd: Kári Sverrisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vikunni sem leið skrapp ég í hádegispásunni á tónleika í Hörpu þar sem kornungir stjórnendur í Hljómsveitarstjóraakademíu Sinfóníuhljómsveitar Íslands reyndu hæfni sína. Þetta er merkilegt framtak stjórnanda hljómsveitarinnar okkar, hinnar finnsku Evu Ollikainen og hefur akademían verið starfrækt frá haustinu 2020. Glæsilegir upprennandi stjórnendur stigu á stokk og gaman að sjá hversu sterk stjórnandaeinkenni eru merkjanleg hjá svo ungu fólki. Hér eru ekki allir sniðnir í sama mót greinilega.

Að horfa á Sinfóníuhljómsveitir spila er svo gaman. Það er eins og að horfa á myndgerðar umræður þar sem allir eru á stundum sammála og syngja einum rómi, þar sem eitt hljóðfæri kveður sér allt í einu hljóðs og svo taka kannski aðrir undir og svo enn fleiri og eru með eða stríða á móti. En samtal er það, þar sem allir hlusta einbeittir á hvern þann sem á orðið hverju sinni.

Við erum ekkert sérlega dugleg að hlusta hvert á annað þessa dagana. Skoðanaskipti á samfélagsmiðlum bera þess vitni, þar sem fólk æpir hvert í kapp við annað. Enginn hlustar á hinn og allir keppast við að hafa aðra undir og auðvitað að sanna að þeir hafi rétt fyrir sér.

Mér finnst ég reyndar græða á því að reyna að skilja óskiljanlegt fólk og fólk sem deilir ekki mínum skoðunum. Það er kannski leikkonan í mér sem vill skilja manneskjurnar. Ég er forvitin að eðlisfari og mig langar raunverulega til að vita af hverju ég get stundum verið svona hróplega ósammála einhverjum og hvað býr að baki þeim skoðunum sem mér til dæmis finnast óásættanlegar. Ég viðurkenni samt að ég nenni æ sjaldnar að stofna til rökræðu á netinu, það er bara ekki staður fyrir slíkt enda er fólk oft ólíkt sjálfu sér í rituðu máli.

Netruddar geta því verið vænstu manneskjur í viðkynningu. Samfélagsmiðlar eru dæmi um helvítið á jörðinni og það gerir hvern mann brjálaðan að dvelja þar langdvölum.

Fyrir fólk með kvikan huga og órólegan, stundum kallað ofvirkan, þó mér líki betur við að kalla það vel virkan, getur verið gott að finna leiðir til að hægja á hugarþvottavélinni sem stanslaust gengur hið innra.

Ég vaknaði lengi vel sem fullorðin manneskja í fullkominni angist, óþarfri oft en þó raunverulegri að mér fannst. Allt sem fram undan var, allt sem ógert var, var það fyrst sem bankaði upp á þegar ég opnaði augun og þetta er slítandi tilverumynstur svo ekki sé meira sagt. Að vakna einhvern veginn rangstæður og helsekur dag hvern.

Ég tamdi mér fyrir rúmu ári síðan að byrja hvern dag á því að hugleiða stutta stund strax eftir að ég vakna á morgnana. Í fyrstu hlustaði ég á allskonar leiddar lesnar hugleiðslur sem auðvelt er að finna á ýmsum veitum. Ég leitaði fanga víða því ég vildi alls ekki festa mig við einhverja eina tegund hugleiðslu, enda leiðist mér fátt meira en fylgispekt og endurtekningar. Ég er þannig gerð að ef hægt er að gera hlutina á nýjan hátt þá finnst mér það alltaf betri kostur. Leiddar hugleiðslur eru auðvitað misjafnar og manni líkar misjafnlega vel við þær raddir sem leiða hugleiðslurnar en úrvalið er fjölbreytt svo að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Hugleiðslu geta allir stundað, ekkert er rangt eða rétt í þeim efnum og hversu lengi þú stundar hugleiðslu dag hvern kemur engum við nema þér. Þú getur hugleitt hvar sem er, hvenær sem er. Þú þarft ekkert við hugleiðslu nema þá ákvörðun að gefa sjálfum þér augnablik til að staldra við.

Stutt hugleiðsla, jafnvel bara fimm mínútur einu sinni eða tvisvar á dag, getur haft mikið að segja fyrir andlega líðan. Það er í það minnsta mín upplifun. Að leyfa hugsunum að koma og biðja þær um að angra þig ekki að sinni, leyfa þeim að líða hjá, er eitthvað sem auðvelt er að æfa upp. Maður kemst fljótt upp á lagið með þetta og áður en maður veit af nær maður lengri og lengri tíma þar sem hugurinn er kyrr og rór. Í þessu finnst mér felast mikil hvíld.

Nú næ ég að fara fram úr vitandi að allt hefur sinn gang, að ekkert verður mér auðveldara þótt ég æsi mig upp yfir því áður en það gerist, og er hætt að slást við sjálfa mig á morgnanna.

Ég vakna nú aðeins fyrr en ég þarf að vekja unglingana og sest bara upp í rúminu og glápi út um gluggann, eða stari á vegginn. Í vetur þegar svartast var úti kveikti ég á kerti á náttborðinu og glápti í logann. Stundum hlusta ég á einhverja falleg tónlist og nota tónlistina til að slökkva á hugsununum. Hlusta á hvert hljóðfæri, hvernig lagið er samsett, hvaða hljóðfæri eru að verki og svo framvegis. Samtalið inni í hljómunum.

Á tónleikunum í Hörpu var fluttur fjórði kafli fimmtu sinfóníu Mahlers, sem hann samdi og sendi stúlku sem hann elskaði. Hlustið endilega á þennan kafla. Þar eru tjáðar tilfinningar á ástríðufullan en innilegan hátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Ágúst Borgþór skrifar: Þórður Snær myndi slaufa Þórði Snæ

Ágúst Borgþór skrifar: Þórður Snær myndi slaufa Þórði Snæ
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Satt eða logið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Satt eða logið
EyjanFastir pennar
01.11.2024

Steinunn Ólína skrifar: Að trúa á hæpið er hæpið

Steinunn Ólína skrifar: Að trúa á hæpið er hæpið
EyjanFastir pennar
31.10.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Lögmál um fylgisfall stjórnarflokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Lögmál um fylgisfall stjórnarflokka
EyjanFastir pennar
28.10.2024

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?
EyjanFastir pennar
26.10.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa
EyjanFastir pennar
25.10.2024

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!