fbpx
Þriðjudagur 03.desember 2024
EyjanFastir pennar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá jöðrunum inn á miðjuna

Eyjan
Fimmtudaginn 28. nóvember 2024 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fylgisbreytingar einstakra flokka fanga eðlilega mesta athygli í aðdraganda kosninga. Hitt er þó ekki síður áhugavert að kosningabaráttan virðist einkum hafa breytt styrkleikahlutföllum milli miðju mengisins og vinstra mengisins.

Frá miðju sumri virðist sameiginlegt mengi fimm flokka á vinstri vængnum hafi dalað. Að sama skapi hefur mengi tveggja flokka á miðjunni eflst. Mengi tveggja flokka til hægri stendur hins vegar í stað.

Breytingar

Hér er flokkum raðað í mengi eftir afstöðu til ríkisumsvifa og skattahækkana.

Í hægra menginu eru samkvæmt þessu Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur. Í könnun Maskínu fyrir síðustu helgi mældust þeir með samanlagt 27% fylgi. Það er óbreytt frá því í sumar en heldur lægra en 2021 þegar þeir fengu 30%.

Samkvæmt sömu mælingu eru fimm flokkar í vinstra menginu, Samfylking, Flokkur fólksins, Píratar, VG og Sósíalistar, nú með 44% fylgi en höfðu 52% í sumar. Heildarfylgi þessara flokka er það sama nú og 2021.

Í miðju menginu eru Framsókn og Viðreisn. Samanlagt fylgi þeirra var í síðustu könnun 27%. Í sumar var það 20% og 26% í kosningunum 2021.

Svo eiga þessar tölur eftir að breytast eitthvað á loka metrunum. Hugmyndafræðilega virðast kjósendur þó fyrst og fremst ver að færa sig frá vinstri og inn á miðjuna.

Ábyrgð miðjunnar

Þegar fylgið er skoðað í hugmyndafræðilegum mengjum eru sveiflurnar augljóslega minni en þegar horft er á einstaka flokka.

Stærsta breytingin er sú að vöxtur Viðreisnar í miðju menginu kemur í veg fyrir að flokkarnir í vinstra menginu geti myndað hreina vinstri stjórn.

Miðjan er álíka sterk nú og fyrir þremur árum. Þá náðu Viðreisn og Framsókn ekki saman. Fráfarandi ríkisstjórn er afleiðing af því samstöðuleysi.

Spurning er hvort reynslan breyti því. Svarið gæti reynst mikilvægt. Miðjan getur einfaldlega ráðið mestu um það hvort mynduð verður ríkisstjórn flokka sem hugmyndafræðilega eiga möguleika á að tryggja pólitískan stöðugleika.

Gamlar grýlur

Stjórnarandstöðuflokkarnir koma úr þremur ólíkum hugmyndafræðilegum mengjum. En þeir eiga það sameiginlegt að koma vel undirbúnir til kosninga hver fyrir sinn hatt.

Klípa fráfarandi stjórnarflokka er sú að það virkar ekki beint vel að koma til kjósenda og segjast ætla að framkvæma á næsta kjörtímabili hugmyndafræðina sem þeir fórnuðu í sjö ára samstarfi.

Engu er líkara en ráðleysi hafi gripið um sig og gamaldags hræðslupólitík orðið að eins konar þungamiðju í þeim skilaboðum sem þeir koma á framfæri við kjósendur.

VG flaggar gömlu auðvaldsgrýlunni eftir sjö ár í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Og frambjóðendur sjálfstæðismanna vara kjósendur við vinstri slysum eftir sjö ár í samstarfi við VG.

Upphrópanir af þessu tagi hafa ekki virkað fram til þessa. En hvað sem verður endurspegla þær ekki djúpan skilning á orsökum þeirrar varnarstöðu sem flokkarnir eru í.

Skilningsleysi af því tagi getur svo haft afleiðingar við stjórnarmyndun eftir kosningar.

Ný grýla

Flokkar sem staðið hafa í vegi fyrir því að þjóðin sjálf fái að kjósa um það hvort halda eigi áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið hafa síðustu daga kosningabaráttunnar veifað Evrópugrýlunni.

Í því ljósi er athyglisvert að þeir hafa einmitt verið að missa kjósendur sem eru fylgjandi þjóðaratkvæði.

Með öðrum orðum: Þeir ávíta kjósendur sem eru að fara frá þeim fremur en að nálgast sjónarmið þeirra.

Þetta er annað dæmi um lítt hugsaða hræðslupólitík.

Veik undirstaða

Efnislega felst hræðslupólitíkin í því að segja alla á vonarvöl á evrusvæðinu meðan smjör drjúpi af hverju strái í krónuhagkerfinu.

Hagvöxtur á hvern munn sem þarf að metta hefur verið heldur meiri hér en á evrusvæðinu liðinn áratug, 18% hér en 13% þar.

Á móti kemur að verðbólga var á sama tíma 28% þar en 54% hér. Sem sagt: Lítill munur á hagvexti á mann en tvöfalt meiri verðbólga hér. Raunvextir þurfa svo um fyrirsjáanlega framtíð að vera þrefalt hærri hér en á evrusvæðinu.

Hræðslupólitík sem er ekki í betra samhengi við veruleikann er málefnalega veik undirstaða fyrir nýja ríkisstjórn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Satt eða logið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Satt eða logið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
EyjanFastir pennar
02.11.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Móðgaða þjóðin

Óttar Guðmundsson skrifar: Móðgaða þjóðin
EyjanFastir pennar
01.11.2024

Steinunn Ólína skrifar: Að trúa á hæpið er hæpið

Steinunn Ólína skrifar: Að trúa á hæpið er hæpið
EyjanFastir pennar
28.10.2024

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?
EyjanFastir pennar
25.10.2024

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!
EyjanFastir pennar
24.10.2024

Svarthöfði skrifar: Hvort gekk Sigríður Andersen í Miðflokkinn eða öfugt?

Svarthöfði skrifar: Hvort gekk Sigríður Andersen í Miðflokkinn eða öfugt?
EyjanFastir pennar
19.10.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Fimmtugastaogfyrsta ríkið

Óttar Guðmundsson skrifar: Fimmtugastaogfyrsta ríkið
EyjanFastir pennar
18.10.2024

Steinunn Ólína skrifar og talar: Loftlausir hoppubelgir

Steinunn Ólína skrifar og talar: Loftlausir hoppubelgir