fbpx
Þriðjudagur 03.desember 2024
EyjanFastir pennar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum

Eyjan
Miðvikudaginn 27. nóvember 2024 06:00

Davíð Þór Björgvinsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðreisn hefur á stefnuskrá sinni að gefa landsmönnum kost á að greiða atkvæði um hvort halda eigi áfram viðræðum við ESB. Þetta er skynsamleg leið þegar haft er í huga hversu langvinn og stundum hörð skoðanaskipti hafa verið um málið hér á landi. Varla verður um það deilt að hún er líka lýðræðisleg.

Ef í ljós kemur í þjóðaratkvæði að vilji landsmanna stendur ekki til þess að halda áfram viðræðum við ESB er einboðið að málið verður ekki á dagskrá um langa hríð og andstæðingar aðildar, sem vilja málið ekki á dagskrá, hafa sigur. Ef þeir trúa því að málstaður þeirra sé góður og í samræmi vilja landsmanna ættu þeir að fagna þessari tillögu Viðreisnar því þetta yrði kjörið tækifæri fyrir þá til að afla sér stuðnings þjóðarinnar til að taka málið af dagskrá fljótt og örugglega áður en það öðlast frekara líf með áframhaldandi viðræðum. Umræða um málið væri þá ekki að þvælast frekar fyrir öðrum málum sem þeim kunna að þykja brýnni úrlausnar.

Ef í ljós kemur að skýr vilji landsmanna stendur til þess að halda áfram með málið fær ríkisstjórn eingöngu umboð til þess að halda áfram viðræðum, en ekki til að ganga í ESB. Er þess þá að geta að í stefnu Viðreisnar felst einnig að samningsdrög, þegar þau liggja fyrir, verði sett í þjóðaratkvæði. Þá fengju andstæðingar aðildar í annað sinn tækifæri til að taka málið af dagskrá með því að afla málstað sínum stuðnings meirihluta landsmanna.

Loks fá svo andstæðingar í þriðja sinn tækifæri til að stoppa málið því ekki er hægt að ganga í ESB án breytinga á stjórnarskrá. Af því leiðir vegna 79. gr. stjórnarskrárinnar, að halda þarf að minnsta kosti einar kosningar til Alþingis áður að til aðildar getur komið. Andstæðingar geta í þeim kosningum freistað þess að afla sér stuðnings kjósenda til að stöðva breytingar á stjórnarskrá svo afstýra megi aðild.

Ef andstæðingar ESB þurfa að lúta í gras hið þriðja sinn fyrir þjóð sinni er ekki annað fyrir þá að gera en að horfa djúpt inn á við og spyrja sig einlæglega hvort ekki sé bara rétt að taka hana í sátt.

Höfundur er prófessor og deildarforseti lagadeildar HA.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Satt eða logið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Satt eða logið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
EyjanFastir pennar
02.11.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Móðgaða þjóðin

Óttar Guðmundsson skrifar: Móðgaða þjóðin
EyjanFastir pennar
01.11.2024

Steinunn Ólína skrifar: Að trúa á hæpið er hæpið

Steinunn Ólína skrifar: Að trúa á hæpið er hæpið
EyjanFastir pennar
28.10.2024

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?
EyjanFastir pennar
25.10.2024

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!
EyjanFastir pennar
24.10.2024

Svarthöfði skrifar: Hvort gekk Sigríður Andersen í Miðflokkinn eða öfugt?

Svarthöfði skrifar: Hvort gekk Sigríður Andersen í Miðflokkinn eða öfugt?
EyjanFastir pennar
19.10.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Fimmtugastaogfyrsta ríkið

Óttar Guðmundsson skrifar: Fimmtugastaogfyrsta ríkið
EyjanFastir pennar
18.10.2024

Steinunn Ólína skrifar og talar: Loftlausir hoppubelgir

Steinunn Ólína skrifar og talar: Loftlausir hoppubelgir