fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Breiðfjörð og Megas

Eyjan
Laugardaginn 2. mars 2024 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Breiðfjörð var þekktasta og vinsælasta skáld landsins framan af 19du öldinni. Hann var bæði kvensamur og drykkfelldur og lenti iðulega í útistöðum við lögin. Eins og margra alkóhólista er siður hirti hann ekki um álit samborgara sinna. Sigurður kvæntist og sleit hjónabandinu en fékk aldrei formlegan skilnað. Löngu seinna gekk hann í annað hjónaband og hafði gert sig sekan um tvíkvæni. Um sömu mundir réðist Jónas Hallgrímsson skáld að honum með miklu offorsi í Fjölni. Sigurður lifði eftir þetta í eymd og volæði í Reykjavík og dó úr sulti og mislingum árið 1846. Fjölmargir fyrrum aðdáendur sneru við honum baki þegar Jónas hafði gefið út veiðileyfi á skáldið.

Ég flaug á dögunum með Flugleiðavél frá útlöndum. Það vakti athygli mína að ekkert efni var lengur eftir meistara Megas í íslensku tónlistinni. Á liðinni öld var Megas einn þekktasti tónlistarmaður þjóðarinnar. Tvær stjörnur var valið lag aldarinnar og Á bleikum náttkjólunum plata aldarinnar í skoðanakönnun um aldamótin. Megas var þó alltaf umdeildur og hann hneykslaði með ögrandi textum.

Nú er búið að slaufa skáldinu eins og Breiðfjörð forðum. Ástæðan er grein í Stundinni (Heimildinni) fyrir liðlega einu ári þar sem kona sagði frá partýi þar sem Megas var viðstaddur fyrir tæplega tveimur áratugum. Þessi miskunnarlausa aftaka kemur á tíma þegar Megas er orðinn heilsulaus og getur ekki varið sig. Njáll á Bergþórshvoli sagði að allt orkaði tvímælis það gert væri. Nauðsynlegt væri að hlusta á alla aðila málsins áður en dómur væri felldur. Þetta mál Megasar er eitt fjölmargra þar sem menn eru dæmdir og brenndir á báli almenningsálitsins vegna einhliða frásagnar. Veiðileyfi var gefið út á skáldið og mikill fjöldi gamalla aðdáenda afneitaði tónlistarmanninum.

Er eðlilegt og rétt að slaufa listamönnum um aldur og ævi þótt þeir bindi ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamennirnir? Erum við sátt við meðferðina á Breiðfjörð og Megasi?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Svandís er nýr leiðtogi VG – hvað var Guðmundur Ingi að vilja upp á dekk?

Svarthöfði skrifar: Svandís er nýr leiðtogi VG – hvað var Guðmundur Ingi að vilja upp á dekk?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Þjóðinni betur treystandi en stjórnmálamönnum

Björn Jón skrifar: Þjóðinni betur treystandi en stjórnmálamönnum
EyjanFastir pennar
30.03.2024

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag fjármagnseigenda

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag fjármagnseigenda
EyjanFastir pennar
30.03.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Kakalaskáli

Óttar Guðmundsson skrifar: Kakalaskáli
EyjanFastir pennar
21.03.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Gasið er að rjúka úr henni

Þorsteinn Pálsson skrifar: Gasið er að rjúka úr henni
EyjanFastir pennar
18.03.2024

Svarthöfði skrifar: Hjartað slær með bankastjóranum og krónunni – fullveldið sjálft að veði

Svarthöfði skrifar: Hjartað slær með bankastjóranum og krónunni – fullveldið sjálft að veði
EyjanFastir pennar
14.03.2024

Svarthöfði skrifar: Grunlaust íhaldið treystir samstöðu Samfylkingar og Framsóknar

Svarthöfði skrifar: Grunlaust íhaldið treystir samstöðu Samfylkingar og Framsóknar
EyjanFastir pennar
14.03.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: VG nýtti síðasta sóknarfærið

Þorsteinn Pálsson skrifar: VG nýtti síðasta sóknarfærið