fbpx
Þriðjudagur 24.júní 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Dauðinn og fíknin

Eyjan
Laugardaginn 31. maí 2025 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég sá á dögunum gamla kvikmynd um hljómsveitina Doors og söngvarann Jim Morrison. The Doors urðu til á umbrotatímum í sögu Bandaríkjanna þegar Vietnam stríðið geysaði sem hæst. Þegar hljómsveitin stóð á hátindi frægðar sinnar var Morrison kyntákn og spámaður sinnar samtíðar. Hann ögraði með kynferðislegum tilburðum á sviði og spekingslegum textum sem fæstir skildu. Yfirvöld óttuðust hann en aðdáendahópurinn elskaði hann.

Vandamálið var þó að hann var fíkill sem hafði litla stjórn á lífi sínu. Fíkninni fylgdi mikil dauðaþráhyggja sem er áberandi í öllu lífi hans. Morrison daðraði við dauðann og lofsöng hann í textum sínum. Söngvarinn dó ungur undir dularfullum kringumstæðum á hótelherbergi í París 1971. Leiði hans í borginni varð áfangastaður dauðadýrkenda og aðdáenda sem söfnuðust þar saman í vímu og þvældu um spekina í óskiljanlegu ranti Morrisons. Í hugum þessa fólks var hann eins og dyravörður á mörkum lífs og dauða sem bauð fólk velkomið inn á spennandi skemmtistað.

Þessi aðdáun á dauðanum er algeng meðal fíkla. Dauðinn er eins og spennandi og sjálfsagður áfangastaður í ferðabækling. Fólk leikur sér með lífshættuleg efni af fullkomnu kæruleysi og er alltaf tilbúið að prófa eitthvað nýtt. Skammtastærðir ráðast af hreinum tilviljunum. Mörkin milli slysadauða og ofurvímu eru hárfín. Afleiðingar láta ekki á sér standa. Allt of stór hópur ungs fólks deyr árlega vegna ofskammts af einhverju lyfi.

Allir sem starfa við meðferð fíkla þekkja þessa léttúðlegu afstöðu til eigin endaloka. Dauðinn er ekki endir heldur eftirsóknarverður og sjálfsagður hluti af vímunni. Það er afskaplega erfitt að bjarga einhverjum sem er hringtrúlofaður dauðanum og umgengst hann af fullkomnu kæruleysi. Saga Jim Morrisons og margra annarra fíkla er sorgleg vegna þess að hann og þeir telja sér trú um að dauðinn sé merkilegri en lífið sjálft.Því fer sem fer.

„This is the end, my only friend the end!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Hvað mun sagan segja?

Thomas Möller skrifar: Hvað mun sagan segja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Ágúst Borgþór skrifar: Grínverjinn og skautunin

Ágúst Borgþór skrifar: Grínverjinn og skautunin
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Nína Richter skrifar: Ég er ekki í nestiskulnun

Nína Richter skrifar: Ég er ekki í nestiskulnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Reiptog lýðræðis og hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Reiptog lýðræðis og hagsmuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Thomas Möller skrifar: Samkeppnishæfni Íslands er málið

Thomas Möller skrifar: Samkeppnishæfni Íslands er málið
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Geðstirður karl hættir í vinnunni

Geðstirður karl hættir í vinnunni
EyjanFastir pennar
23.05.2025

Steinunn Ólína skrifar: Að fatta fattið

Steinunn Ólína skrifar: Að fatta fattið
EyjanFastir pennar
22.05.2025

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða