fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
EyjanFastir pennar

Svarthöfði skrifar: Nei eða já

Svarthöfði
Miðvikudaginn 24. janúar 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlist af ýmsu tagi höfðar til Svarthöfða. Nokkrir flokkar hennar hafa ekki drifið upp á pallborðið enda verður kannski seint sagt að hann sé alæta á tónlist. Meðal þess sem ekki hefur unnið sér sess í annars fáguðum tónlistarsmekk Svarthöfða er þungarokk, pönk og svonefnd Eurovision-tónlist.

Og enn einu sinni er nú kominn sá tími árs að sú tónlist ryðji sér til rúms í útvarpi og sjónvarpi og hvergi finnast grið nema helst á útvarpi Sögu og Lindinni.

Það verður að segja þá sögu eins og er að hópur tónlistarmanna og -unnenda hefur gert Ríkisútvarpinu þann óleik að gera athugasemdir við fyrirhugaða þátttöku Íslands í Evrópsku söngvakeppninni vegna þess að Ísrael hyggst taka þátt. Það er sér kapítuli út af fyrir sig hvers vegna Ísrael er meðal keppenda almennt og í reynd hafa framlög þeirra ekki brotið blað í tónlistarsögunni, svo sem ekki frekar en framlög Íslendinga. Undantekning þessa er þó einna helst þegar þeir félagar Datner og Kushnir kepptu og lentu í 8. sæti árið 1987 með lagið Shir Habatlanim, sem einhverjir þekkja af texta viðlagsins: húbba, húlle, húlle, húlle.

Hvað um það – raddir hafa sumsé verið háværar í ofangreindum hópi tónlistarmanna og – unnenda um að Ísland eigi að mótmæla þátttöku Ísraels með því að hóta, og væntanlega standa við, að draga sig úr keppninni. Það mun vera vegna stríðsins sem þeir standa í á Gaza ströndinni. Það er flóknara mál en svo að út í það atriði verði farið nánar.

Almennt er það góð hugmynd að mati Svarthöfða að Ísland dragi sig úr þessari keppni, sem árlega veldur vonbrigðum og hefur skilað vinningslögum á við Hard Rock Halelujah með furðubandinu Lordi. Varla hefur ærlegt lag komið úr þessari keppni síðan Dansevise með Grethe og Jörgen Ingmann sigraði árið 1963, sem var reyndar áður en Svarthöfði fæddist til þessa heims.

En nú var sem sagt Ríkisútvarpinu vandi á höndum. Fáar en háværar raddir trufluðu ásetning þess um að taka þátt eins og ekkert hefði í skorist. Eitthvað varð að gera.

Svarthöfði tekur ofan fyrir snjallmennunum á Ríkisbatteríinu að tefla fram því eiturklóka trikki að skilja að Söngvakeppnina hér heima, þar sem framlag Íslands á Eurovision verður valið, og Eurovision keppnina sjálfa. Sá lukkulegi sigurvegari sem fer með sigur í Söngvakeppninni má þá ráða því sjálfur hvort farið verður með lagið til Svíþjóðar í Eurovision eður ei.

Það blasir við öllum að sigurvegarinn er miklu hæfari til að taka þá ákvörðun en Ríkisútvarpið sjálft þótt það hafi hundruð starfsmanna í sinni þjónustu, auk hvort tveggja, alvöru verktaka – og gervi.

Það fer svo eftir því hvað hinn íslenski sigurvegari Söngvakeppninnar ræður af – taka þátt eða ekki – hvaða hópi hann þarf að fara huldu höfði gagnvart.

Að svona niðurstöðu komast ekki nema stórmenni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Veröld sem var

Óttar Guðmundsson skrifar: Veröld sem var
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vandinn við að hafa ekki prinsipp

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vandinn við að hafa ekki prinsipp
EyjanFastir pennar
24.03.2024

Björn Jón skrifar: Verðleikar og andverðleikar 

Björn Jón skrifar: Verðleikar og andverðleikar 
EyjanFastir pennar
24.03.2024

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Örlæti andans

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Örlæti andans
EyjanFastir pennar
16.03.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Móðgaða fólkið

Óttar Guðmundsson skrifar: Móðgaða fólkið
EyjanFastir pennar
15.03.2024

Svarthöfði skrifar: Íslenska verði alheimsmál

Svarthöfði skrifar: Íslenska verði alheimsmál
EyjanFastir pennar
09.03.2024

Sigmundur Ernir skrifar: Hvirfilbylur bölmóðsins

Sigmundur Ernir skrifar: Hvirfilbylur bölmóðsins
EyjanFastir pennar
09.03.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Pólitísk ólund

Óttar Guðmundsson skrifar: Pólitísk ólund