fbpx
Þriðjudagur 05.desember 2023
Eyjan

Losuðum okkur við heildsalana sem voru á milli Danmerkur og okkar og bjóðum samkeppnishæft verð, segir Svava Johansen

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 18. nóvember 2023 12:00

Svava Johansen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svava Johansen, forstjóri NTC tískuverslanakeðjunnar, segir mikið hafa breyst í rekstrarumhverfi tískuverslana hér á landi á síðustu áratugum. Fyrir 20 árum hafi milliliðir verið milli Íslands og Danmerkur sem hafi gert það að verkum að tískuvörur hér hafi ekki verið samkeppnishæfar hvað verð varðar. Þetta er breytt í dag, Hún telur að hæpinn sparnaður sé af því að versla við erlendar vefverslanir og mikið af flíkum sem keyptar eru þar lendi inni í skáp eða sé hent. Svava er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Svava Johansen - 2.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Svava Johansen - 2.mp4

Tískubransinn hefur breyst gríðarlega mikið hvað varðar að reka verslanir en það er svo fyndið að sjá að tískan er náttúrlega alltaf sú sama, hún fer bara í hringi og það verður alltaf eitthvað visst sem verður svo sterkt í tísku að allir verða að fá – mjög margir þykjast vilja eitthvað allt öðruvísi en kaupa nákvæmlega þetta,“ segir Svava.

Hún segir að með tilkomu vefverslana hafi allt breyst. „Við erum með vefverslun sem heitir NTC.is, sem er orðin mjög sterk tískusíða. Vel og lengi reyndi ég að sporna gegn því – ég ætlaði bara varla að gefa mig með það að fara út í netverslun, ég vildi bara fá fólk inn í verslanirnar þar sem það myndi upplifa góða þjónustu, fagmennsku, ráðleggingar. Og ég er ennþá pínulífið þar því að mér finnst sorglegt að sjá þegar ungt fólk er á netinu og fær í rauninni enga aðstoð með það hvað klæðir það.“

Svava segir það líka vera vandamál hve stærðir séu ólíkar milli framleiðenda. „Eitthvað sem heitir medium getur verið þremur stærðum stærra en eitthvað á næstu síðu sem heitir medium. Ef fólk er að kaupa erlendis á netsíðum kaupir það mjög margt sem það nennir ekki að skila og lætur bara inn í skáp. Þá fer það svona að reikna og segir, ókei, þetta er ekkert ódýrara. Þá er betra að geta mátað og farið með í heimlán, eins og við bjóðum upp á, og mátað heima og koma svo og skila ef það passar ekki.“

Hún segir að þetta sé val sem við höfum í dag. „Ef það hentar þér að versla erlendum síðum þá er það bara fínt. En þá er það bara fyrir okkur hérna heima að reyna að toppa; vera með betri þjónustu, afgreiða þig fyrr með vöruna heim til þín og eins með vöruverðið. Það er okkar stóra áskorun. Viðhöfum verið að gera góða hluti þar. Við höfum fengið erlend fyrirtæki til þess að gera sér grein fyrir að við þurfum viss verð, við verðum að vera samkeppnishæf. Og við þurfum vissa álagningu, við getum ekki bara verið í einhverju hjálparstarfi. Það þarf að borga laun og húsaleigu og háa vexti hérna á íslandi. Þeir eru gríðarlegir.“

Svava segir þetta hafa gengið vel en mikil orka fari í að geta boðið mjög góða vöru á fínu verði. „Fólk er að gera verðsamanburð og við erum samkeppnishæf. Það vorum við kannski ekki fyrir 20 árum. Þá var verið að taka okkur svolítið, það voru alltaf einhverjir milliliðir. Það voru alltaf einhverjir heildsalar mitt á milli Danmerkur og okkar.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Hide picture