fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ekki heilindi og heiðarleiki, heldur lúmsk flétta til verndar sérhagsmunum

Eyjan
Miðvikudaginn 11. október 2023 20:00

Ole Anton Bieltvedt

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undirrituðum kom nokkuð á óvart skyndileg virðing og stimamýkt Bjarna Benediktssonar við stjórnsýsluna. Er hann þá, þrátt fyrir allt, maður mikilla heilinda og heiðarleika, maður virðingar, stimamýktar og undirgefni við stjórnsýslu? Eiga þá ráðherrar, að bukta sig og beygja fyrir stjórnsýslu, líka þó að þeir séu henni algjörlega ósammála, eins og hann segir nú allt í einu!? Umboðsmaður æðsta vald!?

Það er einhver algjörlega nýr bragur á þessu og fór hann, þetta skyndilega nýja sjónarspil, satt bezt að segja, þveröfugt ofan í undirritaðan, festist þar, vildi ekki niður þó að það jafngildi auðvitað engum Salómonsdómi.

Hver eru hin helztu flokkspólitísku mál Bjarna Benediktssonar og Sjálfstæðisflokks nú?

Fyrst má hafa í huga, að forráðamenn í sjávarútvegi hafa mikil áhrif í Sjálfstæðisflokki, liggja þar stíft í því að tryggja sína sérhagsmuni, og það með góðum árangri, og ráða svo líka heilmiklu á Morgunblaði.

Þeir hafa verið og vilja áfram vera ríki í ríkinu. Hvað sem það kostar. Ekkert múður.

Þá má líta til þess, að matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, er með all mikil mál í gangi, sem gætu gengið þvert á vilja og hagsmuni þessara sérhagsmunaafla og það svo um munaði:

Fyrst má telja líklegt að hún muni endanlega stöðva hvalveiðar, hafna frekari útgáfu veiðileyfa, ef hún situr áfram. Þetta er auðvitað ekkert hagsmunamál fyrir sjávarútveg eða Hval hf. – á þessum rekstri hefur bara verið tap, svo að ekki sé talað um gífurlegt og ljótt dýraníð og spillingu ímyndar landsins um allan heim – heldur er þetta spurning um valdastöðu sjávarútvegs í landinu; hér skal allt fylgja og lúta vilja hans. Basta!

Næst, má líta til þess að það er yfirlýst stefna Svandísar með þeirri uppstokkun í sjávarútvegi, sem hún setti í gang og vinnur að, að stórauka gjaldtöku fyrir afnot sjávarútvegsins af sjávarauðlindunum. Þetta fer auðvitað kolöfugt í forráðamenn sjávarútvegs og þar með í Sjálfstæðisflokkinn, svo að ekki sé talað um Mogga.

Loks kemur það til að Svandís hyggst stórauka kröfur um gæði og öryggi í vinnubrögðum laxeldisfyrirtækja í sjó og stórherða viðurlög og sektir, líka beita leyfissviptingum af fullri hörku, fari eldishaldarar ekki að reglum og lögum.

Ergo: Það verður að losna við Svandísi, en hvernig?

Þó að undirrituðum hafi líkað það afar vel, hafi fagnað því heilshugar að Svandís skyldi hafa stöðvað hvalveiðar tímabundið 20. júní, þá var fyrirvarinn, einn dagur, auðvitað stuttur og krítískur. Má því ætla, að Umboðsmanni Alþingis, en Hvalur hf. skaut málinu til hans, þyki fresturinn óviðurkvæmilega stuttur, og, þá um leið, að hann samræmist ekki lögum og reglum um góða stjórnsýslu.

Má því búast við að Svandís fái slíka afstöðu, skömm í hattinn, frá Umboðsmanni.

Nú hefði Svandís auðvitað geta hunzað slíka umkvörtun frá Umboðsmanni að íslenzkum hætti – hvað er hann að derra sig!?

Þarna sá Bjarni sér leik á borði. Ef hann brygðist við kvörtun Umboðsmanns með afsögn og auglýsti það sannfærandi og vel væri erfitt fyrir Svandísi að þráast við í matvælaráðuneytinu í sömu stöðu.

Og hvers konar fléttu má þá vænta?

Svandís fær snupru frá Umboðsmanni og neyðist til að segja af sér. Bjarni sjálfur tekur matvælaráðuneytið og kippir öllum málum í gott lag fyrir sjávarútveg, auðvitað gegn hagsmunum fólksins í landinu og gegn hagsmunum hinna friðsælu risa úthafanna.

Guðlaugur Þór, sem auðvitað er allsendis óhæfur umhverfisráðherra, alræmdur veiðimaður sjálfur, hendir sér svo í fjár- og efnahagsmál og Svandís blessunin fer aftur í sitt gamla ráðherraembætti; umhverfismál.

Auðvitað eru svona fléttur og valdatöfl flókin og erfitt að sjá allar sviptingar og vendingar fyrir, en undirritaður spáir því alla vega að Svandís fái reisupassann. Það er sjávarútvegurinn sem ræður hér. Basta!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“