fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
EyjanFastir pennar

Sigmundur Ernir skrifar: Vanrækslan er verðlaunuð

Eyjan
Laugardaginn 22. júlí 2023 14:00

Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslandsbankamálið hefur sent þjóðina aftur á byrjunarreit, hvort sem samlöndunum líkar það betur eða verr. Það sýnir þeim að viðskiptalífið stjórnast öðru fremur af tvennu, óþreyjunni eftir ofsagróða og útsjónarseminni við að stytta sér leið að honum, burtséð frá lögum og reglum.

Þetta er gömul saga og ný – og hún breytist ekki að neinu ráði þrátt fyrir átakanlegustu áföll í efnahagssögu landsmanna sem almenningur hefur að mestu þurftu að þola á eigin skinni.

Og til að bíta höfuðið af skömminni blasir nú enn eitt verðlaunaféð við – og heyr á endemi – en einmitt upphæðin sú arna er æði kunnugleg: Á sjötti tugur milljóna í aðra hönd fyrir að misbjóða trausti og ábyrgð.

Skiljum hér strax að persónur og prinsipp, gerendur og grundvallaratriði. Þetta mál snýst ekki um einstaka persónur, reknar eða smánaðar. Meinið er nefnilega menning – eða öllu heldur ómenning innan viðskiptalífsins, á stundum samofin hagsmunaspilltri innanlandspólitík – sem liggur eins og mara yfir athafnasemi æðstu stjórnenda þjóðarinnar, þeirra sem bera mest úr býtum af því að þeir eiga einmitt að sýna ótvíræðan trúverðugleika í verki og vera fyrirmyndir í störfum sínum og stjórnun.

Eina réttlætingin fyrir ofsalaunum er einmitt ofsaleg ábyrgð.

Og hún er einmitt þeim mun meiri sem höndlað er meira með almannafé.

Látum vera þó lukkuriddarar einkaframtaksins fari misvel með eigið fé. Það er þeirra lotterí. Og þar er kominn kraftur og áræði frjálsra fyrirtækja sem keppa á opnum markaði. Þar eiga menn að græða og tapa að vild á eigin kostnað.

Öðru máli gegnir um þá sem bera ábyrgð á annarra manna fé. Af sjálfu leiðir að þar gilda aðrar reglur en úti á frjálsum markaði atvinnulífsins. Forsjálni og yfirvegun eiga að haldast þar í hendur við traust og tiltrú. Og síðast af öllu eiga menn að stytta sér þar leið fram hjá siðgildum þjóðarinnar sakir óþreyjunnar eftir ofsagróða.

En akkúrat það gerðist í Íslandsbankamálinu. Af hálfu stjórnenda og margra æðstu yfirmanna bankans var salan á tæplega fjórðungshlut ríkisins í fyrirtækinu útbíuð af svikum og prettum. Um það er ekki deilt. Það er upplýst. Þess vegna þarf bankinn að borga himinháar sektir. Á endanum, auðvitað, úr sjóðum almennings, því á endanum ber hann alltaf skaðann – og situr uppi með skömmina.

Og hvernig taka menn poka sinn í svona ólukkans rugli? Jú, ábyrgðarleysið er borgað út með meira en tíföldum árslaunum alþýðunnar á Íslandi, þess sama hóps sem átti inni peningana í banka ábyrgðarmannanna.

Með öðrum orðum: Vanrækslan er verðlaunið. Menn fá borgað fyrir að bregðast.

Þetta sér hver heilvita maður. Hann þarf ekkert peningavit til þess að sjá að svona gera menn ekki.

Ekki nema þeir vilji æra þjóðina. Aftur.

Og aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Assange

Óttar Guðmundsson skrifar: Assange
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: „Krísa íslenskrar pólitíkur leikur íhaldið jafn grátt og ysta vinstrið“

Sigmundur Ernir skrifar: „Krísa íslenskrar pólitíkur leikur íhaldið jafn grátt og ysta vinstrið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Frelsi listamanna

Óttar Guðmundsson skrifar: Frelsi listamanna
EyjanFastir pennar
21.06.2024

Steinunn Ólína skrifar: Kæra miðaldra Ísland

Steinunn Ólína skrifar: Kæra miðaldra Ísland
EyjanFastir pennar
20.06.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Lítil auðnubót fyrir stofnanir lýðræðisins

Þorsteinn Pálsson skrifar: Lítil auðnubót fyrir stofnanir lýðræðisins
EyjanFastir pennar
15.06.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Hvalamálið

Óttar Guðmundsson skrifar: Hvalamálið
EyjanFastir pennar
14.06.2024

Svarthöfði skrifar: Þess vegna er Viðreisn í bjórfylgi

Svarthöfði skrifar: Þess vegna er Viðreisn í bjórfylgi