fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Ríkisstjórn á skilnaðarbraut

Eyjan
Laugardaginn 12. október 2024 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir geðlæknar þekkja og hafa haft til meðferðar hjón í skilnaðarferli. Samskiptin eru tekin að súrna. Kynlífið er löngu týnt og tröllum gefið. Hjónin talast einungis við í einsatkvæðisorðum og skætingi. Fjarlægðin milli þeirra eykst með hverjum deginum. Andrúmsloftið á heimilinu er spennu hlaðið. Börnunum líður illa og hverfa inn í heim tölvuleikja og farsíma. Hjónin eru löngu búin að taka ákvörðun um skilnað en geta ekki komið sér saman um framkvæmdina. Ástandið fer stigversnandi og vanlíðan allra eykst.

Geðlæknar ráðleggja þessum hjónum alltaf að taka af skarið og skilja sem fyrst. Hver dagur við þessar aðstæður veldur enn meiri streitu, vanlíðan og pirringi og hefur slæm áhrif á börnin.

Ástandið á stjórnarheimilinu þessa dagana minnir á hjónaband á lokametrunum. Ráðherrar rífast opinberlega og sýna þannig ósamkomulagið innan ríkisstjórnarinnar. Vinstri græn samþykktu á flokksráðsfundi á dögunum að slíta hjónabandinu en ekki strax. Þau vilja hanga í þessari óhamingju með alls konar skilyrðum nokkra mánuði í viðbót. Óánægðir sjálfstæðismenn vilja losna út úr sambandinu sem fyrst. Framsóknarmenn eru í hlutverki meðvirka og óhamingjusama barnsins sem vill halda öllum góðum en þráir skilnað foreldranna. Andrúmsloftið einkennist af andlegu ofbeldi, gagnkvæmum ásökunum og alls konar fýlu- og frekjustjórnun. Þrátt fyrir ósættið hræðast þau væntanlegt uppgjör? Hvað tekur við? Er eitthvað líf eftir skilnað? Tilvistarótti og afkomukvíði dansa trylltan dans við undirleik dapurlegra skoðanakannana.

Það er vond ákvörðun að draga þetta hjónaband á langinn í nokkra mánuði í viðbót. Slíkt eykur einungis óhamingju allra fjölskyldumeðlima og gerir þeim erfiðar um vik að fóta sig eftir hinn óumflýjanlega skilnað. En þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur svo að þessi óhamingjusömu hjón ætla að þrauka eitthvað áfram með kreppta hnefa, súra maga og samanbitnar varir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Vandamál okkar eru léttvæg

Vandamál okkar eru léttvæg
EyjanFastir pennar
08.11.2024

Steinunn Ólína skrifar: Hvernig getum við skilið heiminn?

Steinunn Ólína skrifar: Hvernig getum við skilið heiminn?
EyjanFastir pennar
07.11.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Eldhúsborðin og umheimurinn

Þorsteinn Pálsson skrifar: Eldhúsborðin og umheimurinn
EyjanFastir pennar
28.10.2024

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?
EyjanFastir pennar
27.10.2024

Björn Jón skrifar: Endimörk dellunnar

Björn Jón skrifar: Endimörk dellunnar