fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
EyjanFastir pennar

Svarthöfði skrifar: Eins og farsi eftir Dario Fo

Svarthöfði
Föstudaginn 11. október 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjaldan er ein báran stök og ekki er öll vitleysan eins. Svarthöfði veit vart hvort hann á að hlæja eða gráta þegar hann horfir yfir sviðið hér á landi þessa dagana. Íslenskt samfélag minnir á miðnætursýningar Leikfélags Reykjavíkur á gömlum revíum í Austurbæjarbíó. Eða bara farsa eftir Nóbelsskáldið Dario Fo.

Hagstofan, sem hefur það einfalda hlutverk að halda utan um helstu hagtölur, kann ekki að telja og veit ekki hvort fólk er almennt í vinnu eða orlofi. Ríkissaksóknari virðist líta á það sem eitt sitt helsta hlutverk að stífla réttarkerfið með vonlausum sakamálum. Já, og kennarar heimta hærri laun og ætla að fara í verkfall í völdum skólum til að knýja fram kauphækkun.

Hagstofunni tókst sem sagt að fjölga ríkisstarfsmönnum um fimm þúsund með því að telja alla þá sem voru í fæðingarorlofi sem ríkisstarfsmenn. Svarthöfði verður að viðurkenna að þessi mistök Hagstofunnar valda honum nokkru hugarangri. Eins og svo margir hér á landi er hann með verðtryggt húsnæðislán og verðtryggingin byggir á vísitölu neysluverðs, en það er einmitt Hagstofan sem reiknar út þá vísitölu.

Hefur einhver kannað það hvort Hagstofan stendur sig betur í að reikna út vísitöluna en að telja ríkisstarfsmenn? Kannski er bara engin verðbólga hér á landi. Þá væru allar vaxtahækkanir Ásgeirs seðlabankastjóra og allar hremmingar húsnæðiskaupenda byggðar á reikniskekkju Hagstofunnar og þar með tómum misskilningi. Svarthöfði telur fulla ástæðu til að fara vel yfir vísitöluútreikninga Hagstofunnar, stofnunarinnar sem ekki kann að telja ríkisstarfsmenn.

Í gær var Albert Guðmundsson fótboltamaður sýknaður af nauðgunarákæru í héraðsdómi. Raunar hafði héraðssaksóknari ákveðið fyrir meira en ári að fella þetta mál niður, væntanlega af því að ekki væru líkur á sakfellingu, en ef ekki eru líkur á sakfellingu ber að fella niður mál en ekki leggja fram ákæru. Ríkissaksóknari, sem Svarthöfði sér mæta vel að er einstaklega næmur fyrir almenningsálitinu, sem stundum er kallað dómstóll götunnar, skipaði héraðssaksóknara að taka málið upp að nýju og ári síðar, eftir mikla tímasóun og fjáraustur í vonlaust sakamál, staðfestir héraðsdómur upphaflegt mat héraðssaksóknara.

Það nýjasta er svo að kennarar vilja kauphækkun og ætla í verkföll í völdum skólum til að ná fram kröfum sínum. Svarthöfði veltir því fyrir sér hvort kennarar byggi kröfu sína á því að starf þeirra skili svo miklu árangri að eðlilegt og rétt sé að þeir fái kauphækkanir umfram aðra hópa í samfélaginu. Eru þeir kannski að vísa til þess að samkvæmt niðurstöðum Pisa kannana á árangri skólastarfs á Íslandi tekst kennurum hér á landi að kenna næstu helmingi íslenskra barna að lesa?

Svarthöfði veltir því síðan fyrir sér hvort það standist jafnræðisreglu að velja nokkra skóla fyrir verkföll en láta alla aðra óáreitta. Það fer svo væntanlega eftir því hvernig á það er litið hvort börnin í verkfallsskólunum eða hin sem áfram fá kennslu koma betur undan vetri hvað varðar menntun og námsþroska.

Svarthöfða er til efs að jafnvel Dario Fo hefði getað látið sér detta svona mikinn farsa í hug og er hann þó fagmaður í faginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Sveifluríkið Ísland

Sigmundur Ernir skrifar: Sveifluríkið Ísland
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Björn Jón skrifar: Sögubrot í miðri atburðarás

Björn Jón skrifar: Sögubrot í miðri atburðarás
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Fóstbræðrasaga síðari tíma upplausnar

Sigmundur Ernir skrifar: Fóstbræðrasaga síðari tíma upplausnar
EyjanFastir pennar
11.10.2024

Steinunn Ólína skrifar (og talar í mynd): Sameinumst – hjálpum þeim

Steinunn Ólína skrifar (og talar í mynd): Sameinumst – hjálpum þeim
EyjanFastir pennar
10.10.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fyrstu framvirku stjórnarslitin

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fyrstu framvirku stjórnarslitin
EyjanFastir pennar
03.10.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Skuggasundið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Skuggasundið
EyjanFastir pennar
29.09.2024

Björn Jón skrifar: Að vera menningarríki

Björn Jón skrifar: Að vera menningarríki