fbpx
Laugardagur 09.nóvember 2024
433Sport

Uppljóstrar því að Gylfi hafi verið nálægt þessu skrefi á ferli sínum í vor – „Það var eins og í mörgu öðru að þessi fyrirtæki mega skammast sín“

433
Föstudaginn 25. október 2024 11:30

Screenshot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson var nálægt því að ganga í raðir KFA á Austurlandi áður en hann samdi við Val í vor. Þessu heldur Mikael Nikulásson fyrrum þjálfari liðsins fram.

Eggert Gunnþór Jónsson var á þeim tíma spilandi aðstoðarþjálfari liðsins og segir Mikael að Gylfi hefði sett sig í samband við Eggert.

Mikael hætti með KFA á miðju sumri og Eggert tók við þjálfun liðsins. „Hann hefði betur komið þangað, þá hefði KFA rúllað yfir deildina og það hefði verið gaman hjá honum,“ sagði Mikael í hlaðvarpinu Chess after Dark í kvöld.

KFA leikur í 2. deild karla. „Eins og ég heyrði þetta og vissi, þá hafði hann mikinn áhuga á þessu. Það vantaði money, það fór aldrei almennilega í gang. Það var talað við aðila, hann ætlaði að vera þarna í sumar. Hann og Eggert eru bestu vinir, þegar Eggert kom i KFA þá sendi Gylfi hvort hann ætti ekki bara að koma líka.“

Mikael telur að Gylfi hefði betur notið þess að spila á Austurlandi í sumar frekar en að vera í Val. „Fótboltinn hefur verið á móti honum, út af þessu öllu. Ég tek því svona til orða, að fara í lið eins og Val hvað hefur hann upp úr því. Hann á nóg af peningum og er besti landsliðsmaður okkar frá upphafi.“

Mikel telur að lífið hefði leikið við Gylfa á Austurlandinu. „Hann hefði getað fengið frí á einni og einni æfingu, verið í golfi með besta vini sínum og fara í veiði. Fara út á bát og hafa það næs, það var það sem hann hugsaði.“

Mikael segir að fyrirtæki á Austurlandi sem eiga mikla fjármuni hafi ekki getað tekið ákvörðun um hvort þau vildu styðja það að bjóða Gylfa samning. „Þetta hefði verið rosalegt, það var eins og í mörgu öðru að þessi fyrirtæki mega skammast sín. Stuðningurinn við fótboltann er djók, Gylfi var mjög heitur á tímabili að koma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta eru 20 verðmætustu ungstirni í heimi

Þetta eru 20 verðmætustu ungstirni í heimi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arnar tjáir sig um mál Alberts sem sprakk í fjölmiðlum – „Þú getur ekki leyft að það séu sérreglur“

Arnar tjáir sig um mál Alberts sem sprakk í fjölmiðlum – „Þú getur ekki leyft að það séu sérreglur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hemmi Hreiðars að taka við HK

Hemmi Hreiðars að taka við HK
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mourinho þarf að borga fjórar milljónir og fer í bann – ,,Vond lykt af þessu“

Mourinho þarf að borga fjórar milljónir og fer í bann – ,,Vond lykt af þessu“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ummæli þjálfara Noah vekja athygli eftir stórtap gegn Chelsea – ,,Aldrei“

Ummæli þjálfara Noah vekja athygli eftir stórtap gegn Chelsea – ,,Aldrei“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hareide ræðir framtíð sína með landsliðið – „Við setjum niður og ræðum þetta“

Hareide ræðir framtíð sína með landsliðið – „Við setjum niður og ræðum þetta“
433Sport
Í gær

Freyr og Arnar orðaðir við landsliðið

Freyr og Arnar orðaðir við landsliðið
433Sport
Í gær

Ótrúlegta lítil bæting á mætingu í Bestu þrátt fyrir spennu

Ótrúlegta lítil bæting á mætingu í Bestu þrátt fyrir spennu