fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Eyjan

Segir dómsmálaráðherra hafa farið með rangt mál í morgun – „Þetta er líka alrangt“

Rafn Ágúst Ragnarsson
Þriðjudaginn 24. maí 2022 15:00

Helga Vala Helgadóttir Mynd: Sigtryggur Ari/Fréttablaðið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar deildi þræði á Twitter-síðu sinni í morgun þar sem hún segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafa farið með rangt mál í viðtali hans í morgunútvarpi Rásar 2. Þar segir hún hann hafa sagt að flóttafólk sem hefur fengið stöðu í Grikklandi njóti sömu réttinda og aðrir íbúar Grikklands og geti ferðast og sótt um vinnu.

„Seinna vildi hann meina að það að fólk sækir ekki hér um vinnu heldur hæli sé vandamál sem festi það í stöðu umsækjenda um vernd og klikkir svo út með að kenna verkalýðshreyfingunni um að ekki sé verið að heimila þessum hópi að sækja hér um vinnu. Þetta er líka alrangt.“ segir Helga.

Hún segir einnig að það sé hægðarleikur að veita þeim sem hér leituðu verndar dvalarleyfi og að það sé rangt hjá dómsmálaráðherra að Dyflinnarlöggjöfin skyldi brottvísunina. Hún segir að Dyflinnarlöggjöfin veiti heimild til þess en ekki skyldu. Jafnframt að það sé pólitísk ákvörðun ríkisstjórnarinnar að veita þeim hér skjól eða ekki.

„Það vald hefur ríkisstjórnin og þá skiptir máli að þora að taka þá pólitísku ákvörðun. Hafa ráðherrar í ríkisstjórn Íslands það þor?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu