fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Segir krónprinsinn vera morðingja og geðsjúkling

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 6. nóvember 2021 18:00

Mohammed Bin Salman. Mynd:GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mohammed bin Salman, hinn 36 ára krónprins í Sádí-Arabíu, hefur lengi verið umdeildur. En í augum Saad Aljabri, fyrrum yfirmanns leyniþjónustu Sádí-Arabíu, þá er krónprinsinn beinlínis hættulegur fyrir alþjóðasamfélagið.

Aljabri ræddi nýlega um krónprinsinn í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes. Þar sagði hann meðal annars að krónprinsinn hafi skipulagt samsæri gegn Abdullah, fyrrum konungi Sádí-Arabíu, en hann vildi að sögn drepa hann með hring frá Rússlandi.

Þetta eru alvarlegar ásakanir sem eru settar fram og það frá manni sem var næstráðandi í leyniþjónustu landsins. „Ég vil myrða Abdullah konung. Ég fæ eiturhring frá Rússlandi. Það er nóg fyrir mig að heilsa honum með handabandi, þá er hann dauður,“ segir Aljabri að krónprinsinn hafi sagt.

Hann sagðist hafa ákveðið að koma í viðtal hjá 60 Minutes því hann sé fullur örvæntingar. „Ég er kominn hingað til að vara við geðsjúklingi. Morðingja í Miðausturlöndum með óþrjótandi auðlindir, sem er ógn við samlanda sína, við Bandaríkin og við plánetuna,“ sagði Aljabri.

Aljabri hefur verið sakaður um að hafa misfarið með sem svarar til tuga milljarða íslenskra króna af opinberu fé í Sádí-Arabíu en því neitar hann.

Hann flúði til Kanada 2017. Eftir komuna þar reyndi krónprinsinn að hans sögn að láta ráða hann af dögum. Það gerðist aðeins tveimur dögum eftir að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl í október 2018. „Ég á von á að verða myrtur dag einn því hann mun ekki una sér hvíldar fyrr en hann sér mig dauðan,“ sagði Aljabri.

Bin Salman er almennt talinn hafa fyrirskipað morðið á Jamal Khashoggi sem var mjög gagnrýninn í garð stjórnvalda í Sádí-Arabíu. Hann starfaði fyrir Washington Post.

Michael Morell, fyrrum forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, kom einnig fram í þættinum og sagði Aljabri vera mann sem „elskar landið sitt“. Hann sagði að Aljabri hafi komið í veg fyrir að al-Kaída hryðjuverkasamtökunum tækist að gera árás á Bandaríkin. „Dr. Saad bjargaði svo sannarlega bandarískum mannslífum. Hann bjargaði sádíarabískum mannslífum – mörgum – og hann bjargaði bandarískum mannslífum. 2010 kom al-Kaída sprengjum fyrir í tveimur borðprenturum. Þeir voru í tveimur flugvélum á leið til Bandaríkjanna og áttu kannski að springa yfir bandarískum borgum. En þökk sé upplýsingum frá Saad Aljabri fundust sprengjurnar þegar vélarnar millilentu,“ sagði Morell.

Mohammed bin Salman hefur verið töluvert í fréttum að undanförnu eftir að hann keypti enska knattspyrnuliðið Newcastle.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón