fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Eyjan

Andrés Ingi fagnar ókeypis tíðavörum – „Vel gert!“

Erla Hlynsdóttir
Miðvikudaginn 22. september 2021 19:45

Andrés Ingi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir framhaldsskólar bjóða nú upp á gjaldfrjálsar tíðavörur og slíkar vörur standa rúmlega 80% grunnskólanema ókeypis til boða í skóla og félagsmiðstöðvum. Þetta kemur fram í svari menntamálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata.

Andrés Ingi fagnar þessum tíðindum á Facebooksíðu sinni þar sem hann segir:

„Hér sést svart á hvítu hvað grasrótarhreyfing ungmenna skilaði miklum árangri í að koma þessu á dagskrá. Það má sérstaklega nefna tvær stúlkur í Langholtsskóla, Önnu Maríu Allawawi Sonde og Sögu Maríu Sæþórsdóttur, sem sendu inn umsögn við fjárlagafrumvarp fyrir ári og náðu þannig beint til þingheims. Vel gert!

Þó að naumur meirihluti þings hafi fellt tillögu mína um gjaldfrjálsar tíðavörur á síðasta ári, þá fór þessi þróun á fullt flug. Núna þarf bara að klára verkið og tryggja að þessar vörur séu aðgengilegar gjaldfrjálst til 100% fólks á grunnskólaaldri!“

Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, sendi skólameisturum allra framhaldsskóla bréf 2. mars 2021 og beindi því til skólanna að sjá til þess að tíðavörur yrðu aðgengilegar og gjaldfrjálsar fyrir nemendur framhaldsskóla fyrir lok síðasta skólaárs. Taldi ráðherra það bæði sanngjarnt og réttlátt að aðgengi að tíðavörum væri gjaldfrjálst í skólakerfinu. Allnokkrir framhaldsskólar hafa boðið upp á gjaldfrjálsar tíðavörur í nokkur ár en aðrir brugðust við bréfi ráðherra frá því í vor og bjóða allir þessar vörur gjaldfrjálsar frá og með skólaárinu 2021–2022.

Í svarinu til Andrésar Inga segir að ráðuneytið hafi aflað sér upplýsinga hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um hvaða sveitarfélög bjóða upp á gjaldfrjálsar tíðavörur. Sambandið sendi út könnun til allra sveitarfélaga þar sem óskað var eftir upplýsingum um hvort boðið væri upp á gjaldfrjálsar tíðavörur í grunnskólum og félagsmiðstöðvum eða hvort það væri í vinnslu. Góð svörun var í könnuninni en þau sveitarfélög sem svöruðu ná yfir u.þ.b. 96% landsmanna. Þá áréttar ráðuneytið er að árétta að ekki er um lagaskyldu fyrir sveitarfélög og ræða heldur byggist ákvörðun á stefnu viðkomandi sveitarfélaga.

Graf/Althingi.is
Graf/Althingi.is

Tengdar fréttir:

Betra að vera á túr í grunnskólum Reykjavíkur frá og með næsta hausti

Vilja ókeypis tíðavörur í MH – „Það þarf í rauninni að borga fyrir að vera kona“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás
Eyjan
Fyrir 1 viku

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“