fbpx
Mánudagur 28.september 2020
Eyjan

Tónlistarmenn bjartsýnir á jákvæðar aðgerðir stjórnvalda

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 2. september 2020 13:29

María Rut Reynisdóttir. Mynd: Pjetur Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðilar tónlistariðnaðarins gera sér góðar vonir um að stofnaður verði styrktarstjóður sem komi til móts við greinina sem hefur verið botnfrosin í fimm mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Samstöðufundi tónlistariðnaðarins lauk fyrir stuttu en það var að sjálfsögðu fjarfundur. DV náði sambandi við Maríu Rut Reynisdóttur, verkefnastjóra Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur, en María er ein þeirra sem stóðu að skýrslu er lögð var fram í sumar um stöðu tónlistariðnaðarins á COVID-tímum með tillögum til úrbóta.

María telur viðtökur stjórnvalda gefa tilefni til bjartsýni. Hún leggur áherslu á að aðgerðir verði að ná til fleiri en eingöngu tónlistarmanna því þarna sé allur tónlistariðnaðurinn undir:

„Í skýrslunni mótuðum við skýrar tillögur að aðgerðum og lögðum þær fram. Síðan hafa verið mjög góðar viðræður við stjórnvöld, sérstaklega menningar- og menntamálaráðuneytið, og í þeim umræðum hafa þessar tillögur sem við erum að leggja fram mótast aðeins og slípast til. Við vonumst til þess – og leyfum okkur að vera bjartsýn með það – að stjórnvöld setji á laggirnar styrktarstjóð til handa íslenska tónlistariðnaðinum, sem nái þá ekki bara til tónlistarfólks heldur til alls tónlistariðnaðarins. Til allra þeirra sjálfstætt starfandi aðila og fyrirtækja sem þar er að finna því þetta hangir allt saman og vinnur allt saman.

Okkar helstu væntingar beinast að þessum styrktarsjóði. Ef sá sjóður vinnur upp tekjufallið sem hefur orðið síðustu mánuði þá erum við líka að leyfa okkar að vona að þessar leiðbeiningar til menningarhúsa og tónleikahúsa um hvernig á að halda áfram gagnist, en þar sem við búum við þessar fjöldatakmarkanir þá þarf að koma einhver stuðningur við áframhaldandi viðburðahald. Við erum að leyfa okkur að vera bjartsýn á að finnist flötur á því. Síðan þarf að leysa ýmsa hnökra til lengri tíma, varðandi samsetta vinnu, atvinnuleysisbætur og hlutabætur aðila sem starfa í listræna geiranum,“ sagði María.

Fundurinn birtir eftirfarandi ályktun:

„Tónlistargeirinn hefur nú botnfrosið tvisvar á fimm mánuðum með skelfilegum afleiðingum. Fyrst með samkomubanni í mars og svo aftur í ágúst. Þíðan sem var byrjuð í sumar sýndi skýrt hvað tónlistargeirinn er fljótur að taka við sér, en hættan er að hlutar trésins kali nú í frostinu. Það er ekki bara tónlistarfólkið sjálft sem er í vandræðum heldur allt hagkerfið í kringum það. Tillögur sem lagðar voru fram í skýrslu um áhrif Covid 19 á tónlistariðnaðinn í sumar hafa verið teknar upp á borð ríkisstjórnarinnar og við fögnum því að samtal sé hafið um þær. Fundurinn leggur áherslu á að samtalinu verði haldið áfram og lausnir verði fundnar sem gagnast iðnaðinum sem heild.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristján hjólar í atvinnurekendur- „Þetta hefur þú aldrei lesið í fréttum“

Kristján hjólar í atvinnurekendur- „Þetta hefur þú aldrei lesið í fréttum“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur Einar leggur til styttingu á tökutímabili fæðingarorlofs – Aðeins einn mánuður til skiptana

Ásmundur Einar leggur til styttingu á tökutímabili fæðingarorlofs – Aðeins einn mánuður til skiptana