fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Telja fatlaða óvelkomna – Borgin sögð leggja (kant)stein í (göngu)götu hreyfihamlaðra

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 12. júní 2020 16:30

Frá Laugavegi. Mynd -ÖBÍ.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýjum umferðarlögum mega hreyfihamlaðir aka um göngugötur, þó svo ófatlaðir megi það ekki. Reykjavíkurborg vill hinsvegar ekki akstur fatlaðra um göngugötur í miðbænum, segir á vef Öryrkjabandalags Íslands.  Þar segir að Reykjavíkurborg vilji ráða því sjálf hvort hreyfihamlaðir fái að aka um göngugötur þar sem bílaumferð er bönnuð.

Reykjavíkurborg segir í minnisblaði til umhverfis – og samgöngunefndar Alþingis að sveitarfélögin eigi sjálf að ráða hvort hreyfihamlaðir megi aka um göngugötur og telur borgin „vandséð í hvaða tilgangi hreyfihamlaðir eigi að aka um göngugötur ef þar er ekki að finna bílastæði fyrir hreyfihamlaða eða aðstæður til aksturs.“

Það er að segja, Reykjavíkurborg sér ekki hvaða erindi hreyfihamlaðir eigi á göngugötur þar sem bannað er að keyra, ef ekki séu þar stæði fyrir fatlaða.

Ekki með hugann við réttindi fatlaðra

Réttur hreyfihamlaðra til aksturs um göngugötur hefur lengi verið baráttumál hjá Öryrkjabandalaginu, sem loksins fékk slíka undanþágu frá akstursbanni um göngugötur í nýju umferðarlögunum.

Samtökin vitna máli sínu til stuðnings í samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem tekur sérstaklega á aðgengismálum, þar sem fram kemur að útrýma beri hindrunum og tálmum sem hefta aðgengi fatlaðra:

„Ekki er að sjá að Reykjavíkurborg hafi verið með hugann við þessi réttindi við samningu minnisblaðsins,“

segir á vef ÖBÍ.

Fatlaðir óvelkomnir

Einnig er greint frá þessu í Morgunblaðinu í dag þar sem rætt er við Berg Þorra Benjamínsson, formann Sjálfsbjargar, en hann telur borgina vilja fara „undir radarinn“ í málinu, þar sem ekki hafi verið óskað eftir víðtæku samráði við samtök hreyfihamlaða í málinu. Telur hann skilaboðin vera þau, að fatlaðir séu óvelkomnir.

Í minnisblaði borgarinnar er nefnt að ef hreyfihamlaðir aki inn á göngugöturnar, sé hætt við því að aðrir fylgi í humátt á eftir:

„Ég veit ekki betur en Laugavegurinn og þetta svæði eigi eftir að taka miklum breytingum og mér finnst þessi rök ekki halda vatni fyrr en við sjáum endanlega hvernig Laugavegurinn og önnur svæði muni líta út. Aðalmálið er að ef það er eindregin stefna borgarinnar að gera þetta svæði að lokuðu svæði er borgin að gefa hreyfihömluðum þau skilaboð að við eigum afskaplega lítið erindi í miðborgina,“

segir Bergur við Morgunblaðið.

Kantsteinar og upphækkanir

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir að þetta geti ekki verið svona mikið vandamál þó svo einn og einn bíll læðist inn á göngugöturnar og fordæmir að borgin hyggist setja kantsteina og upphækkanir til að afmarka svæðið. Hún velti því upp í bókun á  fundi skipulags- og samgönguráðs, hvort þessar aðgerðir lokuðu fyrir alla möguleika á því að hægt yrði að snúa við ákvörðunum um akstursbann á svæðinu.

Aðgerðir kosta 9.5 milljónir, en einnig hafa verið sett upp fleiri og skýrari skilti á svæðinu, þar sem ökumenn hafa ítrekað keyrt á göngugötunum undanfarið í óleyfi, gjarnan af gömlum vana.

„Er göngugötusvæðið aðeins fyrir útvalda? Ekki ætlað hreyfihömluðum? spyr Kolbrún á Facebook:

Setja á kantsteina og upphækkanir til að afmarka göngugötusvæðið og til að tryggja að enginn handhafi stæðiskorts vogi sér að nýta heimild 10. gr. umferðarlaga að aka göngugötu. Skipulagsyfirvöld eru logandi hrædd um að 8000 handhafar stæðiskorta hópist inn á göngugötur í P merktum bílum sínum.

Skipulagsyfirvöld reyna að fá lagagreininni breytt og hafa sent minnisblað til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingi og Samgöngu- og Sveitarstjórnaráðuneytisins dags. 3. apríl 2020.

Fulltrúa Flokks fólksins finnst að skipulagsyfirvöld borgarinnar eigi að láta þetta ógert. Það getur varla verið stórmál þótt einn og einn handhafi stæðiskort aki göngugötu. Aðalatriðið er að aðgengið sé gott og hugað sé að jöfnum rétti allra þegar kemur að aðgengismálum.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2