fbpx
Þriðjudagur 27.júlí 2021
Eyjan

Þessi níu sveitarfélög gætu komið verst út úr hruni ferðaþjónustunnar

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 18. maí 2020 11:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýrri samantekt Byggðastofnunar á áhrifum niðursveiflu í ferðaþjónustu á atvinnuástand á landsbyggðinni sést að mörg sveitarfélög landsins verða fyrir miklum skaða vegna afleiðinga Covid-19 faraldursins.

Samantektin greinir hvar höggið af ferðaþjónustunni verður harðast, sérstaklega með tilliti til atvinnuleysis og lækkunar atvinnutekna.

Þau sveitarfélög sem talið er að komi verst út úr ástandinu eru : Bláskógabyggð, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Sveitarfélagið Hornafjörður á Suðurlandi, Reykjanesbær, Suðurnesjabær og Sveitarfélagið Vogar á Reykjanesskaga og Skútustaðahreppur á Norðurlandi eystra.

Í Mýrdalshrepp er talið að höggið verði þyngst, en þar er áætlað atvinnuleysi í apríl 51 prósent og lækkun útsvarsstofns á ársgrundvelli er metin 20-40 prósent samkvæmt bestu og verstu spá.

Í samantektinni segir að sóknartækifæri geti fólgist í því að auglýsa Ísland sem Covid-19 paradís:

Verður að teljast ólíklegt að nokkuð verði af komum erlendra ferðamanna til landsins í sumar. Mögulega getur rofað til í haust eða vetur en um það er of snemmt að segja. Sömuleiðis verður að telja ólíklegt að ferðamenn verði aftur 2 milljónir sumarið 2021 vegna efnahagssamdráttar í heiminum og mögulega breyttra viðhorfa fólks til ferðalaga. Tækifæri landsins gætu hins vegar falist í því að hingað sé öruggt að koma og að hér sé auðvelt að halda félagslegri fjarlægð.

Samantektin gerir einnig ráð fyrir auknum kostnaði hjá sveitarfélögum vegna félagsaðstoðar, aukinnar húsnæðisaðstoðar, aukningu í barnaverndarmálum og auknum kostnaði vegna átaksverkefna vegna slæms atvinnuástands og skorts á sumarstörfum fyrir námsmenn. Tekjufall Sveitarfélaganna muni einnig óhjákvæmilega leiða til aukinnar skuldsetningar.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur óskað eftir sambærilegri greiningu fyrir höfuðborgarsvæðið og er sú vinna hafin.

Samantektina má lesa í heild hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingmaður Vinstri grænna: „Ísland á að taka vel á móti fólki á flótta“

Þingmaður Vinstri grænna: „Ísland á að taka vel á móti fólki á flótta“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Úlfúð vegna ummæla um kvótakerfið – „Þetta er í raun stórfrétt“ – „Það fyndnasta á Internetinu í dag“

Úlfúð vegna ummæla um kvótakerfið – „Þetta er í raun stórfrétt“ – „Það fyndnasta á Internetinu í dag“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fréttastjóri Fréttablaðsins hraunar yfir strandveiðar – „Fær við­skipt­a­vin­ur trill­u­karls­ins orm­ét­inn þorsk­titt“

Fréttastjóri Fréttablaðsins hraunar yfir strandveiðar – „Fær við­skipt­a­vin­ur trill­u­karls­ins orm­ét­inn þorsk­titt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að taka þurfi á ósjálfbærum skuldum ferðaþjónustunnar

Segir að taka þurfi á ósjálfbærum skuldum ferðaþjónustunnar