fbpx
Þriðjudagur 24.nóvember 2020
Eyjan

Kristján sleginn yfir máli frystitogarans – „Maður þekkir þetta bara af eigin reynslu“

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 25. október 2020 11:41

Kristján Þór Júlíusson. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, var gestur í stjórnmálaumræðuþættinum Silfrinu á RÚV í dag. Þar tjáði hann sig um mál frystitogarans Júlíusar Geirmundssonar og viðtalið við unga skipverjann sem hefur vakið mikla athygli. Í viðtalinu var Kristján spurður hvort að hann væri sleginn vegna málsins, því svaraði hann játandi.

„Að sjálfsögðu er maður það. Maður þekkir þetta bara af eigin reynslu, sem gamall sjómaður og skipstjóri, um hvað er að tefla þarna. Markmið hverrar veiðiferðar íslensks fiskiskips er að sigla úr höfn og koma heilir heim, afla vel og færa svo björg í bú, að lokinni góðri veiði. Við þessar aðstæður þá skiptir öryggi og velferð sjómanna um borð, höfuð máli. Og það er alveg augljóst að heilsa og velferð skipverja í þessu sambandi, leikur þarna lykilhlutverk. Öll umfjöllun um þetta mál, þetta ömurlega mál í rauninni, þá er augljóst þeim sem fylgjast með að þarna er farið á svig við þessi grundvallaratriði. Þetta er í mínum augum afar slæmt og augljóst að fyrirtækið hefði átt að taka á þessu með allt öðrum hætti en gert var.“

Þá sagði Kristján að um væri að ræða einangrað tilvik, að í svipuðum aðstæðum hefði verið brugðist hárrétt við. Þá sagðist hann ekki vilja beina sökinni að einhverjum einum.

„Ég held að það sé ekkert í þessu máli þannig að það sé hægt að dæma einhvern einn einstakling. Fólk vill eðlilega draga til ábyrgðar útgerð og skipstjóra sem bera auðvitað mikla ábyrgð í þessum efnum.“

Spurður út í sjómanninn í viðtalinu, sem sagði að tjáning sín væri mikilvægari en starfið, sagði Kristján vonast til að viðtalið myndi ekki kosta hann vinnuna. Hann sagði að slík „ógnarstjórnun“ þekktist ekki bara í sjávarútvegi.

„Ég ætla rétt að vona að þessi heiðarleiki hjá þessum unga sjómanni bitni ekki á honum með þeim hætti að hann missi atvinnu, eða neitt því um líkt. Þetta er frábært dæmi um einhvern sem þorir að stíga fram og er ágætis málsvari íslenskra sjómanna í þessum aðstæðum,“

„Svo er það hjá íslenskum sjómönnum, eins og að kom fram í þessu frábæra, einlæga og heiðarlega viðtali við þennan unga háseta, að sjómenn eru gjarnan að taka á kassann, eins og sjómenn segja stundum, allar þær aðstæður sem koma upp í hverri veiðiferð. Svo gleymist oft að í skipi sem þessu erum við með tuttugu menn í áhöfn og þeir eru bara lokaðir inni í stáli og kassa, þessar þrjár vikur sem þarna eru. Það eru eðlilega ótal tilfinningar sem fara um menn í þessari stöðu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ásakanir um hreinsanir hjá Upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar – „Nótt hinna löngu hnífa“

Ásakanir um hreinsanir hjá Upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar – „Nótt hinna löngu hnífa“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ver umdeilda skoðun sína – „Sjálfur er ég mikill sérfræðingur í smitsjúkdómum“

Ver umdeilda skoðun sína – „Sjálfur er ég mikill sérfræðingur í smitsjúkdómum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir meirihlutann fórna almannahagsmunum fyrir stundargróða

Segir meirihlutann fórna almannahagsmunum fyrir stundargróða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kjartan er látinn – Merkur ferill

Kjartan er látinn – Merkur ferill
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svandís fylgist með Landakotsmálinu en getur ekki tjáð sig á þessu stigi

Svandís fylgist með Landakotsmálinu en getur ekki tjáð sig á þessu stigi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur felldi tár vegna frétta seinustu helgar – „Ekki sýna fólki vanvirðingu. Ekki vera siðlaus egóisti“

Guðmundur felldi tár vegna frétta seinustu helgar – „Ekki sýna fólki vanvirðingu. Ekki vera siðlaus egóisti“