fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Framkvæmdir við Landsímareit í uppnámi – Reykjavíkurborg gleymdi að fá leyfi

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 12. apríl 2019 09:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í bréfi dómsmálaráðuneytisins til Reykjavíkurborgar vegna framkvæmda á Landssímareitnum svokallaða, kemur fram að ráðuneytið hafi ekki gefið borginni heimild til þess að standa í framkvæmdum á svæðinu sem hafi í för með sér „jarðrask“. Morgunblaðið greinir frá.

Ráðuneytið segir óhjákvæmilegt að vekja athygli Reykjavíkurborgar sem leyfisveitenda á grundvelli laga númer 160 frá 2010 um mannvirki, og einnig Lindarvatns ohf. sem framkvæmdaaðila, að leita beri eftir heimild hjá ráðuneytinu um allar framkvæmdir sem gætu haft í för með sér jarðrask á svæðinu.

Lindarvatn ehf. hyggst meðal annars reisa hótel á svæðinu þar sem áður var kirkjugarður, Víkurgarður.

Í bréfinu er einnig bent á 33. grein laga númer 36 frá 1993 um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, hvar bent er á að niðurlagðan kirkjugarð megi ekki nota til neins þess sem þyki óviðeigandi, að mati prófasts.

Einnig, að ekki megi reisa þar mannvirki, eða framkvæma jarðrask. Ráðuneytið getur hinsvegar veitt undanþágu, en aðeins með samþykki kirkjugarðsráðs.

Í bréfinu er bent á að aðeins hafi fengist leyfi fyrir Veitur ohf. til að grafa fyrir veitulögnum á svæðinu:

„Aðrar beiðnir um leyfi fyrir jarðraski eða mannvirkjagerð á svæðinu sem tilheyrir Víkurgarði hafa ekki borist ráðuneytinu.“

Samkvæmt dómsmálaráðuneytinu hefur því ekki fengist heimild til að reisa fyrirhugað glæsihótel Icelandair, en framkvæmdir þess eru vel á veg komnar.

Samkvæmt svörum frá borginni mun borgarstjóri hafa falið borgarlögmanni og umhverfis- og skipulagssviði að svara bréfinu.

Mikið gengið á

Lindarvatn ohf., sem er í eigu Icelandair Group og Dalsness ehf. til helminga, náði samkomulagi við Minjastofnun í febrúar um að halda áfram með framkvæmdina, með ýmsum skilyrðum, til dæmis að færa til inngang og bæta öðrum við.

Lindarvatn hyggst samt sem áður sækja rétt sinn vegna þess tjóns sem framkvæmdastoppið hafði.

Sjá nánar: Vigdís Finnbogadóttir, Erró, Friðrik Ólafsson og Þorgerður Ingólfsdóttir skora á borgarstjóra:„Þarna ráða peningar gjörðum, ekki menning og saga“

Sjá nánarForstöðumaður Minjastofnunar hótaði að loka fyrir hótelinnganginn með styttunni af Skúla fógeta

Sjá nánar: Lindarvatn hyggst sækja rétt sinn af „fullum þunga“ þrátt fyrir samkomulagið

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt