fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Skiltin í bænum sögð ógna öryggi vegfarenda – „Þetta er hryllingur!“ – Stefnt að fjölgun

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 8. nóvember 2019 14:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í Grafarvogi eru ósáttir við auglýsingaskilti sem komið hefur verið fyrir við Strandveg. Skiltið er sett upp við göngustíg þar sem gönguþverun er framundan við umferðargötu, en bent hefur verið á að það sé undarleg staðsetning, þegar athygli ökumanna sem og gangandi vegfarenda ætti að beinast að umferðinni.

Mikil óánægja með staðsetningu

Í hópnum Íbúar í Grafarvogi á Facebook er sagt að LED rafmagnsskiltin, sem eru afar björt, séu einnig mikil sjónmengun fyrir þá sem eiga hús þarna í kring:

„Er virkilega leyfi fyrir þessu ljósaskilti sem blikkar hérna við náttúruperluna ? Nú er farið að dimma og eina sem sérst út um stofugluggann hjá mér. Eru einhvað hægt að gera í þessu ? Gera undirskriftalista ?“

Þá setur annar auglýsingar af þessu tagi í samhengi við stefnu borgarinnar er varðar gjafir frá fyrirtækjum til skólabarna:

„Þetta skilti er á vegum sömu borgaryfirvalda og banna að börnum séu gefnir t.d. öryggishjálmar eða tannburstar því það gætu talist auglýsingar. Er ekki örugglega búið að tryggja að það fari engin börn þarna framhjá?“

Aðrir spyrja hvaða erindi slík skilti eigi á slíkum stöðum:

„Fara sambærileg skilti út á Ægissíðu og út í Gróttu við gönguleiðir? Þetta er skandall. Þetta er útivistar svæði.“

„Þetta er hryllingur!“

„Ég missti andlitið áðan. Hver gaf leyfi fyrir þessu? Þetta er skelfilegt og gjörsamlega útúr kú í fallegri náttúrunni“

Skapi hættu

Skiltið er eitt af 40 í höfuðborginni og kvartað hefur verið undan skiltum á öðrum staðsetningum einnig, þó aðallega vegna sjón- og ljósmengunar.

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Valgerður Sigurðardóttir, hefur sent inn fyrirspurn til borgarráðs vegna málsins, um fjölda skiltanna, staðsetningu þeirra og hvort þau uppfylli öryggisviðmið og ákvæði er varðar birtustig:

„Það liggur í hlutarins eðli að skiltið skapar mikla hættu, enda er markmiðið að það fangi athygli vegfarenda á ökutækjum. Óskað er eftir upplýsingum um hvar þessi nýju auglýsingaskilti eru staðsett í borgarlandinu og hvort að þessar staðsetningar hafi verið kynntar fyrir íbúum í nærumhverfi þeirra, hvar þau eru staðsett. Þá er jafnframt óskað eftir upplýsingum um hvort auglýsingaskilti þessi séu undanþegin og/eða samrýmast samþykkt um skilti í Reykjavík en í drögum að samþykktinni segir „að til þess að koma í veg fyrir að skilti ógni öryggi vegfarenda eru ákvæði um fjarlægðir skilta frá gatnamótum og vegbrúnum, tíðni skiptinga á myndum, hámarks ljóma skiltis og fleira.“ Þá segir jafnframt í samþykktinni að skilti „sem eru undanþegin reglum þessum skulu engu að síður taka mið af ákvæðum reglanna varðandi birtustig, öryggi og staðsetningu.“

Fleiri skilti í bígerð

Samkvæmt svari Bjarna Brynjólfssonar, upplýsingastjóra Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Eyjunnar, eru um 40 slík auglýsingaskilti víðsvegar um borgina. Einnig stendur til að fjölga þeim upp í 50, en það er fyrirtækið Dengsi Billboard sem setur þau upp eftir að hafa orðið hlutskarpast í útboði Reykjavíkurborgar um strætóskýli og auglýsingaskilti.

„Áður hafði fyrirtækið AFA 20 ára samning við Reykjavíkurborg um strætóskýli með auglýsingum og auglýsingastanda. Sá samningur var útrunninn og því voru skýlin boðin út. Dengsi-Billboard mun setja upp ný skýli með þessum skjáauglýsingaskiltum. Þau eru m.a. umhverfisvænni því í hinum var notast við prentaðar auglýsingar,“

segir Bjarni. Er uppsetning skiltanna byggingarleyfisskyld.

Skiltin borga strætóskýlin

Þá nefnir Bjarni að kostnaður borgarinnar sé enginn, þar sem rekstrarkostnaður og uppsetning sé dekkuð af auglýsingatekjum skiltanna.

„Við erum auðvitað að fá strætóskýlin frítt gegn þessum auglýsingum sem eru líka á strætóskýlunum, þau borga þetta upp.“

Kvartanir teknar til skoðunar

Aðspurður hvort hlustað yrði á óánægjuraddir borgarbúa og skiltin mögulega fjarlægð, sagðist Bjarni ekki geta lofað því að skiltin yrðu fjarlægð. Þau hefðu verið sett upp með tilliti til allra þeirra reglna og viðmiða sem ætlast væri til:

„En að sjálfsögðu munum við taka alar kvartanir til skoðunar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt