Sunnudagur 08.desember 2019
Eyjan

Sakar borgarstjóra um ferðabruðl og mengunarhræsni: „Hvar er Skype? Hvar er fjarfundatæknin?“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 29. nóvember 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Tugum milljónum árlega er varið í ferðir borgarstjóra, aðstoðarmanns hans, borgarfulltrúa og miðlægrar stjórnsýslu til útlanda ýmist á fundi, ráðstefnur eða í skoðunarferðir. Á sama tíma er þessi meirihluti sífellt að tala um losun gróðurhúsalofttegunda og að draga verði úr mengun. Í þessu tali þeirra er sjónum venjulega beint að bílaumferð og bíleigendum en minna fer fyrir umræðu um mengun og losun eiturefna út í andrúmsloftið á stærri mælikvarða,“

segir Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins og vísar til þess að flugsamgöngur eru einn stærsti losunarvaldur koltvísýrings.

Tíðar utanlandsferðir

Kolbrún segir að varla líði sá fundur í borgarstjórn að ekki sé samþykkt ferð borgarstjóra „með fríðu föruneyti“ með tilheyrandi mengun:

„Slík ferð þriggja aðila var samþykkt á síðasta fundi og skulu þeir fara á loftlagsráðstefnu til Madrid. Ég gat ekki setið á mér að bóka um þetta og lýsa því yfir að þetta væri bruðl og tal um kolefnisspor væri hreinn tvískinnungsháttur. Mér finnst þetta hin mesta sóun og þurfi að senda einstakling í eigin persónu nægir að senda einn. Mér finnst lítið að marka allt þetta tal þessa meirihluta um kolefnisspor á sama tíma og ekkert lát er á ferðum valdhafa borgarinnar erlendis. Hvar er Skype? Hvar er fjarfundatæknin?“

spyr Kolbrún og undrar sig á því hverju slíkar ferðir skili:

„Hvað varðar skoðunarferðir fara oft margir af fagsviði eða úr fagráði. Ég spyr mig hverju þetta skilar? Engu fyrir borgarbúa svo mikið er víst. Þetta er jú gaman fyrir þann sem fer því reynslan og jákvæðar minningar frá skemmtilegri skoðunarferð í boði borgarbúa eru jú hans og hans eins.“

Samkvæmt fyrirspurn Eyjunnar í fyrra nam ferðakostnaður borgastjóra og borgarfulltrúa erlendis á síðasta kjörtímabili alls 18.3 milljónum, fram að áramótum 2018. Þar af nam ferðakostnaður borgarstjóra um 4,8 milljónum.

Kostnaðurinn nær yfir fargjöld, gistingu og dagpeninga kjörinna borgarfulltrúa, sem og námskeiðs, ráðstefnu- og skólakostnaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hólmfríður finnur spillingarfnyk: „Skammist ykkar fyrir að fela ykkur á bak við þessa ljótu ohf-druslu“

Hólmfríður finnur spillingarfnyk: „Skammist ykkar fyrir að fela ykkur á bak við þessa ljótu ohf-druslu“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ragnar Þór – „Þetta er bara angi af þessari djúpu spillingu“

Ragnar Þór – „Þetta er bara angi af þessari djúpu spillingu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hlemmur fær upplyftingu – Lækjartorg í niðurníðslu

Hlemmur fær upplyftingu – Lækjartorg í niðurníðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsir andláti Halldórs Ásgrímssonar: „Hringdum strax á neyðarlínuna“

Lýsir andláti Halldórs Ásgrímssonar: „Hringdum strax á neyðarlínuna“