fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Umboðsmaður borgarbúa: Þrír starfsmenn sjá um 126 þúsund manns -„Mikið álag“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 22. nóvember 2019 17:00

Ingi B. Poulsen, umboðsmaður borgarbúa

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúafjöldi Reykjavíkurborgar er rúmlega 126 þúsund manns. Hjá embætti umboðsmanns borgarbúa eru þrír starfsmenn, að umboðsmanninum meðtöldum, Inga B. Poulsen. Hlutverk embættisins er að leysa úr málum borgarbúa, sem eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg, eins og gefur að skilja.

Alger lágmarksfjöldi – Mikið álag

Aðspurður hvort embættið valdi starfi sínu með þeim starfsmannafjölda sem það hefur til að sinna þeim umkvörtunum sem það fær inn á borð til sín, segir Ingi:

„Að mínu mati hefur tekist vel til við að halda úti skilvirkri starfsemi hjá embættinu á algjörum lágmarksfjölda starfsmanna. Á embættinu er mikið álag sem hefur einnig gert það að verkum að embættið hefur tileinkað sér eins óformlega starfshætti sem kostur er enda er það skilvirkasta leiðin til að vinna úr málefnum borgaranna. Það er einnig í samræmi við þróun starfshátta sambærilegra embætta í öðrum löndum. Það er því erfitt að setja þetta í samhengi sem er samanburðarhæft þar sem ekkert annað sambærilegt embætti er til á landinu“

Mesta þrætueplið

Að sögn Inga eru flestar kvartanir tengdar velferðarsviði Reykjavíkurborgar:

„Helst reynir þar á húsnæðismál og fjárhagsaðstoð. Í þeim tilvikum er yfirleitt verið að kvarta undan langri bið eftir úthlutun á félagslegu leiguhúsnæði. Næst á eftir koma mál sem varða umhverfis- og skipulagssvið, oftast mál sem snúa að gerð og framkvæmd á skipulagsáætlunum og málsmeðferð byggingarfulltrúa, svo sem við útgáfu byggingaleyfa. Þá hafa málefni bílastæðasjóðs yfirleitt verið þriðji stærsti flokkur þeirra mála sem berast umboðsmanni. Þau mál varða oftar en ekki lögmæti álagningar gjalda.“

Nánar verður fjallað um embætti borgrbúa á Eyjunni um helgina.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun