Mánudagur 18.nóvember 2019
Eyjan

Hermann gagnrýnir Davíð harðlega og sakar hann um svik við Sjálfstæðisflokkinn – Morgunblaðið líti í eigin barm

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 18. október 2019 11:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hermann Guðmundsson, forstjóri Kemi, er afar ósáttur við skrif Morgunblaðsins um Sjálfstæðisflokkinn undanfarin misseri. Hermann sendir Davíð Oddssyni, fyrrverandi formanni flokksins og núverandi ritstjóra Morgunblaðsins, tóninn í harðorðum pistli á Facebook-síðu sinni í dag. Sakar hann Davíð um að svíkja lit við flokkinn og stjórnast af þrjósku, eigin metnaði og hreinni óvild.

Tilefni skrifa Hermanns eru Staksteinar Morgunblaðsins í dag þar sem fjallað er um útkomu Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum undanfarið. Þar segir:

„Forystusveit flokksins hefur augljóslega tilhneigingu til að taka þessar niðurstöður ekki alvarlega.

Það geta orðið örlagarík mistök. Verði niðurstaða kosninga á svipuðum nótum mun þingmönnum Sjálfstæðisflokksins fækka enn og líkur á endurheimtum meirihluta Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn Reykjavíkur nánast engar.

Það verður að bregðast við þessari stöðu og fyrstu viðbrögðin eiga augljóslega að vera ítarleg könnun á því hvað veldur því að flokkurinn hefur misst svo mjög traust kjósenda. Í ljósi slíkrar ítarlegrar könnunar fer bezt á því að ræða svo málið fyrir opnum tjöldum.“

Hermann spyr hvort þetta sé grín. Honum þykir hlálegt að Davíð sé að viðra þessar áhyggjur af flokknum á meðan hann beiti sér sjálfur gegn honum í gegnum Morgunblaðið. Pistill Hermann er eftirfarandi:

„Fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins og nú ritstjóri skrifar um það í dag að flokkurinn sé kominn í óásættanlega stöðu í skoðanakönnunum og það þurfti að ræða það á opnum vettvangi og fyrir opnum tjöldum hvernig á þessu standi.

Þetta hlýtur að teljast gott grín svona rétt fyrir helgina.

Á sama tíma og annar fyrrum formaður og varaformaður stofna flokk Evrópusinna og taka með sér marga flokksmenn sem sumir hverjir kosta útgerðina á Fréttablaðinu og Hringbraut þá tekur Morgunblaðið upp það nýmæli að ráðast af miklu afli á þann stjórnmálaflokk sem hefur í áratugi verið það afl sem hefur rutt brautina fyrir atvinnulífið og bætt lífskjör.

Á síðustu 10 árum hefur staða Íslands gjörbreyst efnahagslega og er nú svo komið að fáum löndum er til að dreifa sem bjóða þegnum sínum meiri lífsgæði. Þetta er ekki síst að þakka stefnufestu Sjálfstæðisflokksins, ábyrgum ríkisfjármálum og linnulausum uppgreiðslum á skuldum.

Það færi ritstjóranum betur að muna hvernig það er að standa í stafni á stórum stjórnmálaflokki þegar samherjar svíkja lit hver um annan þveran af eigin þrjósku, eigin metnaði eða hreinni óvild. Nóg er af slíkum dæmum.

Þegar kemur að kosningum þá trúi ég því að allir vinnandi landsmenn muni kjósa þannig að hagur þeirra muni halda áfram að vænkast og kjör þeirra afkomenda líka.

Eigendur Morgunblaðsins gætu svo sannarlega litið í eigin barm og spurt sig afhverju þessi fjölmiðill dali hraðar en Sjálfsstæðisflokkurinn og af hverju hægri menn finni ekki lengur hugsjónum sínum stað í blaðinu nema þá daga þegar Óli Björn Kárason ritar þar greinar.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Svona búa Samherjar

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ágúst Ólafur ósáttur við að framlög séu ekki hækkuð til SÁÁ – Fór sjálfur í meðferð – „Þetta er ekki flokkspólitískt mál.“

Ágúst Ólafur ósáttur við að framlög séu ekki hækkuð til SÁÁ – Fór sjálfur í meðferð – „Þetta er ekki flokkspólitískt mál.“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilja ekki svara fyrirspurnum um mútugreiðslur né opna bókhaldið

Vilja ekki svara fyrirspurnum um mútugreiðslur né opna bókhaldið
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjáðu hvernig Bjarni Ben ætlar að koma í veg fyrir skattsvik

Sjáðu hvernig Bjarni Ben ætlar að koma í veg fyrir skattsvik
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Uppfært 16. nóv: Blaðamannafélagið stefnir Árvakri – Þetta eru verkfallsbrjótarnir

Uppfært 16. nóv: Blaðamannafélagið stefnir Árvakri – Þetta eru verkfallsbrjótarnir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Reykjavíkurborg segir Hagatorg ekki vera hringtorg – „Ekki endilega hringtorg þó að það liggi í hring“

Reykjavíkurborg segir Hagatorg ekki vera hringtorg – „Ekki endilega hringtorg þó að það liggi í hring“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Löggan mun sekta alla sem stoppa á eftir strætó – Boltinn hjá Reykjavíkurborg

Löggan mun sekta alla sem stoppa á eftir strætó – Boltinn hjá Reykjavíkurborg
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Svandís hitti starfsfólk Reykjalundar – „Byrjaðir að draga uppsagnir til baka“  

Svandís hitti starfsfólk Reykjalundar – „Byrjaðir að draga uppsagnir til baka“