fbpx
Sunnudagur 12.maí 2024
Eyjan

Össur – eftir hrakningana

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 8. maí 2019 14:50

Sighvatur Björgvinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi iðnaðarráðherra, ritar:

Ég sé það á Eyjunni, haft eftir Össuri Skarphéðinssyni, að í tíð okkar Jóns Baldvins Hannibalssonar, þegar Össur hafði hrakist að eigin sögn úr Alþýðubandalaginu yfir í náðarfaðm okkar, hafi helsta baráttumál okkar tvímenninganna verið sæstrengur til Evrópu. Sá hafi verið vonarpeningur iðnaðarráðuneytisins undir minni stjórn og í nafni okkar Vestfirðinganna hafi hinn nýorðni krati, Össur, gengið hvarvetna fram fyrir skjöldu til þess að boða boðskapinn fyrir okkur Jón Baldvin.

Nú er það svo, að innan þáverandi orkugeira – sem mikils til er óbreyttur enn – voru margir miklir áhugamenn um þetta mál. Við Þorkell Helgason, þávarandi aðstoðarráðherra minn í iðnaðarráðuneytinu og síðar Orkumálastjóri, vorum beðnir um að ræða hugmynd um lagningu sæstrengs þegar við þágum boð til Bretlands til viðræðna um heilbrigðismál, en ég var þá jafnframt heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Mættum við þar m.a. ríkum einstaklingi,sem hug sagðist hafa á lagningu slíks strengs í ágóðaskyni, en hann hugðist selja íslenska raforku til þess að lýsa breskar borgir um vetrartímann. Undarlegri einstaklingi hef ég sjaldan mætt. Af hálfu breskra yfirvalda var okkur tjáð, að ef af slíku yrði þá yrði að leggja tvo sæstrengi hlið við hlið til þess að koma í veg fyrir hin miklu seguláhrif sem yrðu af legu eins sæstrengs af þessu tagi um grunnslóðir við Bretlandsstrendur vegna mikilla seguláhrifa sem rugla myndu strandvarnir breska ríkisins. Engin reynsla var þá til í heiminum af lagningu sæstrengs svo langa leið og um svo djúpt haf sem hér er um að ræða og því engar haldbærar hugmyndir til um hugsanlegan kostnað.

Því til viðbótar kæmi svo, að með tengingu við raforkumarkað Evrópu myndi raforkuverð óhjákvæmilega hækka til samsvörunar við markaðsverðið – sem væri til hagsbóta fyrir seljendur orku – en til mikils skaða fyrir íslenska notendur, jafnt heimili sem fyrirtæki. Virðisaukinn, sem á Íslandi hafði orðið til vegna nýtingar raforkunnar hér heima í mynd skatttekna, fjölda atvinnutækifæra og fjölbreyttara atvinnulífs – myndi með lagningu sæstrengs og sölu um hann til Evrópu verða í móttökulöndunum, en ekki á Íslandi. Á grundvelli þessara upplýsinga vorum við Þorkell Helgason algerlega sammála um, að ekki kæmi til greina að hafast neitt að um undirbúning lagningu sæstrengs. Það var skoðun iðnaðarráðuneytisins eftir því sem ég best veit þar til við því tók maður að nafni Össur Skarphéðinsson. Í sögu hans frá einu ráðherraára hans, sem nefnist ÁR DREKANS greinir frá því, að hann hafi verið mikill áhugamaður um lagningu sæstrengs og tekið það mál upp á breskum vettvangi.

Hljóðar orðræður

Hafi Össur rætt mikið og skrifað um nauðsyn lagningu sæstrangs á frumbýlingsárum hans í Alþýðuflokknum, hafði ég ekki minnstu hugmynd um það. Heyrði ekkert þar um. Að hann hafi verið þar að ganga erinda okkar Vestfirðinganna og mæla fyrir stefnu iðnaðarráðuneytisins undir minni stjórn er algert nýmæli í mínum augum – og hefði umsvifalaust verið leiðrétt hefði ég vitað eða heyrt af. Hins vegar má vel vera að þar hafi hann reynst vera forspár um sína eigin iðnaðarráðherratíð og er ekkert annnað um það að segja. Nema þá það, að ekkert varð af neinu.

Óbreytt afstaða

Ég hef ekki fylgst með sæstrengsmálum undanfarin ár nema sem áhorfandi. Ekkert, sem þar hefur fram komið, hefur breytt minni afstöðu til þess, að það sé ekki Íslendingum í hag að gerast aðili að evrópskri markaðssamvinnu um orkumál – heldur þvert á móti mikið í óhag. Ég hef þó spurst fyrir um, hvort enn sé það krafa breskra stjórnvalda að ef til komi að leggja þangað sæstreng þá verði það að vera tveir samhliða strengir. Mér hefur ekki reynst auðvelt að fá svarið. Hef þó fengið það svar ef svar skyldi kalla, að strengirnir yrði að vera tveir þegar komið væri á grunnsævi. Brestur hins vegar þekkingu á að vita, hvernig menn tengja saman einn streng og tvo þegar á mörg hundruð metra dýpi er komið. En kannske Össur hafi fengið svar við því í sínum viðræðum þegar slíkur strengur var á áhugasviði hans í iðnaðarráðuneytinu? Hann gefur þá frá sér svarið.

Sighvatur Björgvinsson Fyrrv. iðnaðarráðherra

Sjá nánar: Össur bendir á U-beygju Jóns Baldvins:„Margt skrítið í vestfirska kýrhausnum“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – Lofa að skrifa aldrei undir lög er varða auðlindir eða náttúru og lífríki Íslands

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – Lofa að skrifa aldrei undir lög er varða auðlindir eða náttúru og lífríki Íslands
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Uppnám varð í breska þinginu skömmu áður en fyrirspurnatími forsætisráðherra hófst

Uppnám varð í breska þinginu skömmu áður en fyrirspurnatími forsætisráðherra hófst
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Mun ekki hika við erfiðar ákvarðanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Mun ekki hika við erfiðar ákvarðanir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilja vita hvert milljarðar borgarbúa fóru

Vilja vita hvert milljarðar borgarbúa fóru
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Halla heldur forystunni en Katrín sækir í sig veðrið

Halla heldur forystunni en Katrín sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þessu svöruðu frambjóðendurnir þegar þeir voru spurðir út í kostnað við framboð þeirra – Gróflega áætlaðar krónutölur eða óræð ekki-svör

Þessu svöruðu frambjóðendurnir þegar þeir voru spurðir út í kostnað við framboð þeirra – Gróflega áætlaðar krónutölur eða óræð ekki-svör
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Auðlindir í auðmannaþágu

Sigmundur Ernir skrifar: Auðlindir í auðmannaþágu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ólafur Ragnar tekur sér Eirík Fjalar til fyrirmyndar og telur sig vera höfund þjóðarsáttarinnar

Orðið á götunni: Ólafur Ragnar tekur sér Eirík Fjalar til fyrirmyndar og telur sig vera höfund þjóðarsáttarinnar