fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Eyjan

Vilja að Alþingi taki Landsímahúsið eignarnámi – álíka langt og á Klausturbarinn

Egill Helgason
Föstudaginn 1. febrúar 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur gengið í lið með Klausturbræðrum, þeim Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, Ólafi Ísleifssyni og Karli Gauta Hjaltasyni og er meðflutningsmaður þeirra að tillögu um að Alþingi taki eignarnámi Landsímahúsið við Austurvöll.

Tillagan er lögð fram í því skyni að standa vörð um þinghelgi, en fjórmenningarnir hafa áhyggjur af því að hótelbygging á Landsímareitnum muni raska henni.

Um slíkt hefur vissulega verið deilt í gegnum tíðina. Einn þingforseti, sem nú er horfinn af þingi, var meira að segja þeirrar skoðunar að Alþingi ætti að hafa skipulagsvald í allri Kvosinni.

En það gæti verið athyglisvert að fara þarna niðureftir með stórt málband. Þá myndi hugsanlega koma í ljós að styttra – eða álíka langt – sé á Klausturbarinn og á fyrirhugaða hótelbyggingu.

Kannski mætti líka taka Klausturbarinn eignarnámi – vegna ónæðis sem hann veldur á Alþingi?

Svo má reyndar benda á að hinum megin við Austurvöll stendur annað hótel og hefur gert síðan 1930 – það er Hótel Borg.

Alþingi er reyndar býsna frekt til fjörsins í Miðbænum. Starfsemi þess hefur stöðugt þanist út í fleiri og fleiri byggingar. Skrifstofur eru í ýmsum nærliggjandi götum, til að mynda hefur hluti þingliðsins skrifstofur í næsta húsi við nektardansstað sem nefnist Shooters.

Úr þessu verður væntanlega bætt að einhverju leyti með nýrri stórbyggingu Alþingis sem á að rísa milli Vonarstrætis og Kirkjustrætis. Hún verður engin smásmíð – en það var einmitt á þessum reit að Sigmundur Davíð lagði til að yrði byggt eftir gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu