fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Eyjan

Andri Snær vill að erlent afgreiðslufólk tali íslensku – Þór segir að íslenskunni sé sýnd vanvirðing

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 16. nóvember 2018 20:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef ekki pirrað mig á því að vera ávarpaður á ensku í miðbænum en í seinni tíð er ég hugsi. Þegar ég er erlendis reyni ég oft að læra einföldustu setningar um hvernig skuli segja góðan daginn og panta sér kaffibolla eða bjórglas og skilja upphæðina sem hlutir kosta.“

Þetta segir rithöfundurinn Andri Snær Magnason á Facebook. Hann vill að erlent afgreiðslufólk á kaffihúsum og veitingastöðum tali íslensku. Mikill fjöldi erlendra starfsmanna eru við afgreiðslustörf í miðbænum og mörg dæmi um að þeir tali ekki íslensku og biðji um að vera ávarpaðir á ensku. Flestir Íslendingar tala ensku en það er helst eldra fólk sem ekki hefur kunnáttu til að tala það tungumál. Guðmundur Andri Thorsson alþingismaður og Gulli Helga útvarpsmaður ásamt yfir þrjú hundruð af vinum Andra taka undir að þeir vilji sjá hið erlenda afgreiðslufólk tala íslensku. Andri Snær segir:

„Í Frakklandi reyni ég stundum að tala frönsku þar til ég er beðinn vinsamlegast um að tala ensku. Það mætti gjarnan setja af stað jákvæða vakningu þar sem veitingahúsaeigendur í miðbænum marki sér þá stefnu að starfsfólk segi góðan daginn, hvað má bjóða þér en um leið og samtalið er orðið flóknara en tvöfaldur expressó takk þá megi skipta um tungumál.“

Þór Saari fyrrverandi varaþingmaður Pírata finnst veitingageirinn sýna íslenskunni óvirðingu : „Slík er virðingin fyrir íslenskunni í „íslensku“ ferðaþjónustunni og „íslenska“ veitingageiranum að það er vandfundið veitingahús hér þar sem starfsfólkið talar málið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ólafur Ragnar tekur sér Eirík Fjalar til fyrirmyndar og telur sig vera höfund þjóðarsáttarinnar

Orðið á götunni: Ólafur Ragnar tekur sér Eirík Fjalar til fyrirmyndar og telur sig vera höfund þjóðarsáttarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Spáglaðir jarðfræðingar

Óttar Guðmundsson skrifar: Spáglaðir jarðfræðingar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni