fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Eyjan

Trump er óhæfur forseti – en efnahagurinn blómstrar

Egill Helgason
Sunnudaginn 14. janúar 2018 23:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í leiðara í The Economist segir að Donald Trump hafi ekki valdið jafn miklum usla í viðskipta- og efnahagslífi og hefði mátt halda af ýmsum yfirlýsingum hans fyrir kosningar. Nú er liðið ár frá því að hann tók við völdum. Trump njóti þess að nokkru leyti að efnahagsástand í heiminum er gott um þessar mundir. Í Bandaríkjunum er hlutabréfamarkaður í hæstu hæðum, hagvöxtur er um 3 prósent og atvinnuleysi komið niður í 4,1 prósent. Laun hafa líka farið hækkandi, segir blaðið.

Þetta er ekki sérstaklega Trump að þakka, en hann hefur ekki skemmt fyrir eins og hefði getað gerst ef hann hefði staðið við fyrirheit sín í kosningunum. Hann hefur ekki lagt tolla á vörur frá Kína og Mexíkó eins og hann hótaði, hann hefur ekki dregið Bandaríkin út úr NAFTA-fríverslunarsamningnum. Hann hefur semsagt ekki lagt út í viðskiptastríðin sem hann boðaði og skattabreytingar hans eru ekki af þeirri stærðargráðu sem hann hafði á prjónunum, þótt tímasetning þeirra á þensluskeiði sé ekki góð.

Efnahagshorfurnar fyrir 2018 eru góðar, segir The Economist, ef Trump heldur áfram á þeirri braut að standa ekki við stóru orðin. Ef það breytist geti hann gert heilmikinn skaða. Trump sé tækifærissinni sem hafi hvorki dómgreind né skapgerð til að leiða stóra þjóð eins og Bandaríkin. Forsetatíð hans skaði þau. Fólk geti ekki haft augun af sápuóperunni sem fer fram í Hvíta húsinu á hverjum degi og öllum tvítunum sem þaðan berast. Það sé ekki auðvelt að sjúkdómsgreina forsetann úr fjarska, sé hann galinn, þá er hann varla galnari en hann var þegar hann sigraði Hillary Clinton. Það sé hrein óskhyggja, og jafnvel háskalegt, að fjarlægja forsetann með því að grípa til 25tu greinar stjórnarskrárinnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Spáglaðir jarðfræðingar

Óttar Guðmundsson skrifar: Spáglaðir jarðfræðingar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sex milljóna stjórnendadegi borgarinnar lauk með móttöku í boði borgarstjóra

Sex milljóna stjórnendadegi borgarinnar lauk með móttöku í boði borgarstjóra
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Atli Þór ráðinn til Pírata

Atli Þór ráðinn til Pírata