fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Eyjan

Bjarni finnur EES bandamann í Noregi

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 23. apríl 2018 14:38

Siv Jensen fjármálaráðherra Noregs og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjármálaráðherra Noregs, Siv Jensen, segist sýna því fullan skilning að Ísland þurfi í sumum tilvikum að óska eftir aðlögun vegna regluverks Evrópusambandsins áður en það er tekið upp í EES-samninginn, en þau Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra Íslands, funduðu í Washington á föstudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Fundurinn átti sér stað í tengslum við setu fjármálaráðherranna á vorfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ráðherrarnir ræddu meðal annars vinnu við upptöku á reglum ESB á fjármálamarkaði í EES-samninginn, en Ísland hefur haft uppi ákveðin sjónarmið í tengslum við mat á hæfi virkra eigenda í fjármálafyrirtækjum. Stór fjárfesting í kerfislega mikilvægum fjármálafyrirtækjum á Íslandi er að mati íslenskra stjórnvalda auðveldari en í sambærilegum fyrirtækjum á EES-svæðinu, vegna smæðar þeirra íslensku.

Bjarni Benediktsson fundaði jafnframt vegna þessa máls með Valdis Dombrovskis, varaforseta framkvæmdastjórnar ESB,  en einnig ræddu þeir þann árangur sem náðst hefur á Íslandi við losun fjármagnshafta og stöðu efnahagsmála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu