fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Eyjan

Borgarstjóri segist óhræddur við kjósendur: „Ég er ákveðinn í að bjóða mig aftur fram“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 19. júní 2017 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Mynd/Eyjan

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur hyggst bjóða sig aftur fram í borgarstjórnarkosningunum á næsta ári og segist hann óhræddur við að leggja verk sín í dóm kjósenda. Þetta kemur fram í viðtali við Dag í kynningarblaði Fréttablaðsins í dag.

Segir Dagur að hann fái hlýjar móttökur hvert sem hann fari og segir hann geysilegan metnað í þróun borgarinnar;

Ég er ákveðinn í að bjóða mig aftur fram og legg óhræddur störf mín í dóm kjósenda. Starfið er áhugavert og fjölbreytt og maður fær tækifæri til að hafa áhrif á mótun samfélagsins. Ég horfi til þess að við höldum áfram að búa til græna borg sem leggur áherslu á lífsgæði, mannlíf og fjölbreytt atvinnutækifæri.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri Reykjavíkur 1994-2003 og utanríkisráðherra 2007-2009 er fyrirmynd Dags í stjórnmálum.

segir Dagur. Dagur segir að fyrirmynd sín í stjórnmálum sé Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem gegndi embætti borgarstjóra frá 1994 til 2003:

„Ég fór í pólitík fyrir orð Ingibjargar Sólrúnar. Eitt af því sem hún og Reykjavíkurlistinn gerðu að lykilmáli í pólitík, og sem íhaldskarlar hlógu að árum saman, voru jafnréttismál, leikskólamál og barátta gegn ofbeldi. Það þurfti konur til að breyta þeim málum fyrir alvöru og það er arfur Kvennalistans sem við búum ennþá að.“

Dagur hefur sætt harðri gagnrýni að undanförnu, þá sérstaklega fyrir áherslur meirihlutans í húsnæðismálum og í samgöngumálum, segir hann umræðuna á netinu ekki endurspegla það sem hann skynji hjá borgarbúum:

Umræðan getur verið neikvæð á netinu en veruleikinn tekur henni langt fram og framúrskarandi móttökur sem ég fæ um alla borg hjá Reykvíkingum hvetja mig áfram á hverjum degi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Atli Þór ráðinn til Pírata

Atli Þór ráðinn til Pírata
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?