Föstudagur 13.desember 2019
Bleikt

Viðar segir notendum samfélagsmiðla til syndanna: „Dónaskapur og veikleikamerki” – Af hverju er enginn að tala um þetta?

Tómas Valgeirsson
Þriðjudaginn 29. október 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég verð í auknum mæli var við það að fólk getur varla lagt frá sér snjallsímann í samræðum. Næmni fyrir þessu hefur aukist. Ég verð sérstaklega var við þetta hjá hinni marglofuðu ungu kynslóð stjórnmálamanna, sem komin er í mikla ábyrgðarstöðu í þjóðfélaginu, en slíkt er ekki bara dónaskapur heldur er þetta veikleikamerki sem bendir til einhverslags fíknar.”

Svo skrifar Viðar Guðjohnsen lyfjafræðingur, en í pistli sem hann birti í Morgunblaðinu vísar hann í niðurstöðu sálfræðirannsóknar hjá háskólanum í Pennsylvaníu. Í umræddri rannsókn var hópi nemenda skipt í tvennt og annar hópurinn látinn takmarka notkun félagslegra samskiptamiðla, meðal annars Facebook, Twitter og Instagram, við hálfa klukkustund á dag yfir þriggja vikna tímabil á meðan hinn hópurinn fékk hið hefðbundna hömluleysi. Viðar segir niðurstöðuna vera afgerandi og furðar hann sig á því að rannsóknin hafi ekki fengið meiri umræðu en raun ber vitni.

„Sá hópur sem takmarkaði notkun samskiptamiðlanna upplifði minnkað þunglyndi, minni kvíða og minni einmanaleika. Án þess að fara nákvæmlega í tölfræðina, enda drepleiðinleg fyrir almenna umræðu, er hægt að setja niðurstöðuna fram með þeim hætti að hún sé svo afgerandi að ef um rannsókn á nýju kvíða- eða þunglyndislyfi væri að ræða værum við lyfjafræðingarnir líklega í einhverslags Örlygsstaðabardaga um einkaleyfið,“ segir Viðar og heldur áfram:

„Sú spurning hlýtur því óhjákvæmilega að vakna í framhaldinu – því ef hægt er að minnka einmanaleika, þunglyndi og kvíða með minnkaðri notkun félagslegra samfélagsmiðla – hvort orsök aukningar á slíkum sjúkdómum tengist notkun miðlanna. Gæti verið að notkun miðlanna ylli heilanum okkar skaða?“

Brotaferillinn lengist

Að sögn Viðars er hann sjálfur hættur að notast við félagslega samskiptamiðla. „Sem faðir varð ég að horfast í augu við að það er á minni ábyrgð að vera góð fyrirmynd dætra minna. Reynslan af þessum nýja lífsstíl er sú að ég hef meiri tíma og ég næ betri einbeitingu, líklega því að hið óhóflega áreiti – sem ég er orðinn sannfærður um að ali á áunnum athyglisbresti og valdi heilanum langtímaþreytu – minnkaði,“ segir Viðar, sem segist koma fleiru í verk nú en áður fyrr þegar hann var heltekinn af áreiti samfélagsmiðla.

„Ég les fleiri bækur, ég næ nánari tengslum við fólk og ef út í það er farið er ég í dýpri og raunverulegri samskiptum við þá sem mér þykir vænt um. Félagslegu samskiptamiðlarnir höfðu nefnilega líka þá tálsýn að mér fannst að ég væri í samskiptum við allt og alla. Þessi tími hefur í raun opnað augu mín fyrir skaðsemi umræddra samfélagsmiðla.“

Viðar segir að næmnin hefur aukist fyrir því að fólk geti varla lagt frá sér snjallsímann í samræðum. „Ég verð sérstaklega var við þetta hjá hinni marglofuðu ungu kynslóð stjórnmálamanna, sem komin er í mikla ábyrgðarstöðu í þjóðfélaginu, en slíkt er ekki bara dónaskapur heldur er þetta veikleikamerki sem bendir til einhverslags fíknar. Ég hef líka tekið eftir því að stór hópur bílstjóra ekur með augun á símanum með tilheyrandi áhættu og aksturslagi sem minnir á drukkinn ökumann. Það bendir einnig til fíknar ef menn eru tilbúnir að leggja lífið að veði fyrir slíkan óþarfa,“ segir Viðar.

„Að lokum mætti nefna að stóru samskiptafyrirtækin, sem eiga þessa miðla, virðast ítrekað staðin að verki með óhreint mjöl í pokahorninu. Vitað er að eigendur miðlanna eru með spilavítissérfræðinga til þess að hanna miðlana með sama hætti og spilavíti eru hönnuð, til þess að festa notendur í viðjum fíknar.“

Þá bendir lyfjafræðingurinn á þær háu stjórnvaldssektir sem stærstu samfélagsmiðlarnir hafa fengið vegna brota á persónuverndarlögum og að sá brotaferill lengist með hverjum degi. „Fáir vita í hvað allar þessar upplýsingar eru notaðar en margt bendir til að þær séu meðal annars notaðar til þess að hafa áhrif á lýðræðislegar kosningar eða stefnu stjórnmálamanna, hvað við kaupum og hvaða skoðanir við höfum en það er mjög alvarlegt ef rétt reynist,“ segir Viðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Ofurfyrirsæta skilur lítið eftir fyrir ímyndunaraflið í hvítum gegnsæjum topp

Ofurfyrirsæta skilur lítið eftir fyrir ímyndunaraflið í hvítum gegnsæjum topp
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Cardi B útskýrir af hverju hún var áfram með Offset eftir að hann hélt framhjá

Cardi B útskýrir af hverju hún var áfram með Offset eftir að hann hélt framhjá
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Beautytips fór á hliðina – Linda vildi feika óléttupróf – „Fucking ógeðslegt“

Beautytips fór á hliðina – Linda vildi feika óléttupróf – „Fucking ógeðslegt“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur æfur vegna „fitubollubúnings“ netverslunar

Áhrifavaldur æfur vegna „fitubollubúnings“ netverslunar
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Einhleypir karlmenn deila hryllingssögum úr tilhugalífinu

Einhleypir karlmenn deila hryllingssögum úr tilhugalífinu
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Áhrifavaldur í bobba – Hakkarar hótuðu að birta kynlífsmyndband af henni

Áhrifavaldur í bobba – Hakkarar hótuðu að birta kynlífsmyndband af henni
Bleikt
Fyrir 1 viku

Vændiskonur afhjúpa furðulegt blæti viðskiptavina – Blöðrur og ryksugur: „Engir tveir dagar eru eins“

Vændiskonur afhjúpa furðulegt blæti viðskiptavina – Blöðrur og ryksugur: „Engir tveir dagar eru eins“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sara sýnir hvað sjónarhorn skiptir miklu máli – Ekki trúa öllu sem þú sérð á samfélagsmiðlum

Sara sýnir hvað sjónarhorn skiptir miklu máli – Ekki trúa öllu sem þú sérð á samfélagsmiðlum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.