fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
433Sport

Opnar sig um erfitt þunglyndi: Segist hafa verið stunginn í bakið – ,,Ég var ekki lengur ástfanginn“

Victor Pálsson
Laugardaginn 5. apríl 2025 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brandon Williams, fyrrum undrabarn Manchester United, segir að sumir ‘vinir sínir’ hafi stungið sig í bakið á sínum tíma er hann glímdi við mikið þunglyndi.

Williams er 24 ára gamall en hann var látinn fara frá United síðasta sumar og hefur ekki spilað keppnsleik síðan 2023.

Varnarmaðurinn opnaði sig í samtali við hlaðvarpsþáttinn Fozcast en hann ræddi þar við fyrrum markmanninn Ben Foster.

Williams spilaði 51 leik fyrir United á tíma sínum þar sen hann var einnig lánaður til Norwich og Ipswich – samanlagt hefur hann leikið 98 leiki á sínum ferli.

Williams segir að ákveðnir aðilar hafi gefist upp á sér er hann glímdi við mikið þunglyndi en hann er í dag án félags og er framhaldið óljóst.

,,Vinir mínir höfðu áhyggjur af mér, Angel Gomes, James Garner og D’Ani Mellor. Ástæðan er sú að ég var ekki að æfa, ég var bara heima og hreyfði mig lítið og fór ekki út,“ sagði Williams.

,,Á þessum tímapunkti þá var ég ekki lengur ástfanginn af fótbolta. Ég þurfti að takast á við vandamál í einkalífinu, þessir vinir fóru á bakvið mig og stungu mig í bakið.“

,,Ég talaði ekkert við fjölskylduna og þau höfðu áhyggjur af mér, sama má segja um suma vini mína, þau tóku eftir því að ekki allt væri með felldu.“

Williams segist hafa rætt við sálfræðing hjá United, Mick Farrell, á þessum tíma og segist vera á betri stað í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Chelsea er sagt vita verðmiðann á Garnacho í sumar

Chelsea er sagt vita verðmiðann á Garnacho í sumar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Óskar Hrafn og öll brenndu skipin hans gleðja netverja mikið – „Stóð upp, leit aftur fyrir mig og sá engin skip“

Óskar Hrafn og öll brenndu skipin hans gleðja netverja mikið – „Stóð upp, leit aftur fyrir mig og sá engin skip“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bilun í beinni – Inter komið í úrslit Meistaradeildarinnar eftir magnað einvígi gegn Barcelona

Bilun í beinni – Inter komið í úrslit Meistaradeildarinnar eftir magnað einvígi gegn Barcelona
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Umboðsmaður Trent hringdi í Barcelona á dögunum

Umboðsmaður Trent hringdi í Barcelona á dögunum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

United skoðar það alvarlega að kaupa markvörð sem var hjá félaginu 2014

United skoðar það alvarlega að kaupa markvörð sem var hjá félaginu 2014
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir frá símtali sem hann átti við Óskar Hrafn á föstudag – „Hann sagði að það væri ekki fræðilegur möguleiki“

Segir frá símtali sem hann átti við Óskar Hrafn á föstudag – „Hann sagði að það væri ekki fræðilegur möguleiki“