fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Opnar sig um erfitt þunglyndi: Segist hafa verið stunginn í bakið – ,,Ég var ekki lengur ástfanginn“

Victor Pálsson
Laugardaginn 5. apríl 2025 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brandon Williams, fyrrum undrabarn Manchester United, segir að sumir ‘vinir sínir’ hafi stungið sig í bakið á sínum tíma er hann glímdi við mikið þunglyndi.

Williams er 24 ára gamall en hann var látinn fara frá United síðasta sumar og hefur ekki spilað keppnsleik síðan 2023.

Varnarmaðurinn opnaði sig í samtali við hlaðvarpsþáttinn Fozcast en hann ræddi þar við fyrrum markmanninn Ben Foster.

Williams spilaði 51 leik fyrir United á tíma sínum þar sen hann var einnig lánaður til Norwich og Ipswich – samanlagt hefur hann leikið 98 leiki á sínum ferli.

Williams segir að ákveðnir aðilar hafi gefist upp á sér er hann glímdi við mikið þunglyndi en hann er í dag án félags og er framhaldið óljóst.

,,Vinir mínir höfðu áhyggjur af mér, Angel Gomes, James Garner og D’Ani Mellor. Ástæðan er sú að ég var ekki að æfa, ég var bara heima og hreyfði mig lítið og fór ekki út,“ sagði Williams.

,,Á þessum tímapunkti þá var ég ekki lengur ástfanginn af fótbolta. Ég þurfti að takast á við vandamál í einkalífinu, þessir vinir fóru á bakvið mig og stungu mig í bakið.“

,,Ég talaði ekkert við fjölskylduna og þau höfðu áhyggjur af mér, sama má segja um suma vini mína, þau tóku eftir því að ekki allt væri með felldu.“

Williams segist hafa rætt við sálfræðing hjá United, Mick Farrell, á þessum tíma og segist vera á betri stað í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann
433Sport
Í gær

Setjur fram djarfa spá um framtíð Mason Greenwood

Setjur fram djarfa spá um framtíð Mason Greenwood
433Sport
Í gær

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn
433Sport
Í gær

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“
433Sport
Í gær

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid