fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Unnu þrefalt á Íslensku hugbúnaðarverðlaununum

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 26. mars 2025 14:24

Starfsfólk Vettvangs og Apparatus fagnar verðlaununum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugbúnaðarfyrirtækið Vettvangur og systurfélag þess Apparatus náðu þeim góða árangri að vinna til alls þrennra verðlauna á Íslensku hugbúnaðarverðlaununum 21. mars síðastliðinn.

Fyrirtækin fengu verðlaun fyrir App ársins og Hönnun og viðmót ársins og í báðum tilvikum fyrir Lyfju appið. Þá voru Vettvangur og Apparatus einnig verðlaunuð fyrir Söluvef ársins sem er vefur Dominios og ekki í fyrsta skipti sem hann hlýtur verðlaun.

Auk þess fengu Vettvangur og Apparatus þrjá svokallaða Upphlaupara fyrir annað sætið fyrir sælkeravef Nóa Siríus, vef Lífeyrissjóð Verslunarmanna og Atlantsolíu Appið, eins og segir í tilkynningu.

 „Við erum að sjálfsögðu í skýjunum með þennan árangur. Hönnuðir okkar og forritarar hafa sýnt allar sínar bestu hliðar þar sem við setjum sérstakan fókus á samstarfsaðila okkar og þarfir notenda þeirra. Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með viðurkenningarnar og hlökkum til að halda vinnunni áfram,segir Elmar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Vettvangs.

 „Vettvangur vex og stækkar og tekur miklum hamskiptum þessa dagana. Við erum nýbúin að kynna nýjan útlitsheim Vettvangs og fylgdum því eftir með nýjum vef sem við erum ljómandi ánægð með. Það eru sannarlega spennandi tímar framundan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Börn í hópslagsmálum í Breiðholti og skotvopnum stolið í Kópavogi

Börn í hópslagsmálum í Breiðholti og skotvopnum stolið í Kópavogi
Fréttir
Í gær

Rússneskir hermenn falla í stríðum straumum – Ný þróun hefur breytt vígvellinum

Rússneskir hermenn falla í stríðum straumum – Ný þróun hefur breytt vígvellinum
Fréttir
Í gær

Sigmar um auglýsingar SFS – „Eitt fallegasta sjálfsmark sem hefur verið skorað á þessari öld“

Sigmar um auglýsingar SFS – „Eitt fallegasta sjálfsmark sem hefur verið skorað á þessari öld“
Fréttir
Í gær

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“