fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

Einn þeirra tíu efstu á lista FBI hefur verið handtekinn

Pressan
Þriðjudaginn 18. mars 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluyfirvöld í Mexíkó hafa haft hendur í hári Francisco Javier Román-Bardales. Francisco þessi er fæddur í El Salvador og er hann á lista FBI yfir þá tíu einstaklinga sem bandaríska alríkislögreglan leggur hvað mesta áherslu á að finna.

Francisco þessi er talinn vera einn af leiðtogum glæpaklíkunnar alræmdu MS-13 og mun hann hafa verið í forsvari fyrir samtökin í Bandaríkjunum, Mexíkó og El Salvador.

Sjá einnig: Sagan á bak við MS-13:Hættulegasta götugengi heims sem hlífir engum

Sem forsvarsmaður samtakanna er Francisco grunaður um að hafa fyrirskipað ýmis óhæfuverk, þar á meðal morð, bæði gegn borgurum og meðlimum annarra gengja. Samtökin hafa einnig verið áberandi á markaði með ólögleg fíkniefni.

Lögreglan í Mexíokó handtók Francisco í Veracruz í vikunni og var hann í kjölfarið fluttur í fangelsi í Mexíkóborg. Gera má ráð fyrir að hann verði svo framseldur til Bandaríkjanna þar sem hans bíður þungur dómur.

Ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hefur flokkað MS-13 sem hryðjuverkasamtök ásamt nokkrum öðrum glæpagengjum. Í frétt CNN kemur fram að þessi flokkun geri Bandaríkjastjórn kleift að gera loftárásir á bækistöðvar samtakanna, til dæmis í Mexíkó.

MS-13 samtökin eiga rætur sínar að rekja til áranna í kjölfar borgarastyrjaldarinnar í El Salvador á níunda áratug liðinnar aldar. Fjölmargir íbúar El Salvador töldu hag sínum betur borgið utan landsteinanna og fluttust til Bandaríkjanna. Margir settust að í Los Angeles og nágrenni borgarinnar og var félagsskapurinn, MS-13, stofnaður til að vernda salvadorska innflytjendur fyrir þeim gengjum sem fyrir voru á svæðinu.

Starfsemi samtakanna blés út á níunda og tíunda áratug liðinnar aldar og nú eru meðlimir frá mörgum ríkjum; El Salvador, Bandaríkjunum, Hondúras, Gvatemala og Mexíkó þar á meðal og eru samtökin með starfsemi í öllum þessum löndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi