fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Vigdís ráðin fjármálastjóri í Fossvoginum

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 12. mars 2025 17:00

Mynd: Víkingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir hefur verið ráðin í nýja stöðu sem fjármálastjóri Knattspyrnufélagsins Víkings. Félagið greindi frá þessu í dag, en Vigdís hefur mikla reynslu af rekstri og fjármálastjórnun.

Úr tilkynningu Víkings
Í starfi fjármálastjóra mun Vigdís m.a. sinna uppgjöri, reikningshaldi og fara með fjárreiður einstakra deilda sem og félagsins í heild. Vígdís, sem er 44 ára gömul, hefur aflað sér víðtækrar reynslu af rekstri og á sviði fjármálastjórnunar, lengst af hjá Arion Banka og hjá Stefni. Hún er viðskiptafræðingur að mennt og hefur auk þess lokið meistaragráðu í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands.

Vigdís hefur einnig verið hluti af ýmsum stjórnum eða ráðum íþróttafélaga á undanförnum árum og hefur frá árinu 2018 setið í barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar Víkings.

Ráðning Vigdísar er hluti af þeirri metnaðarfullu vegferð sem Knattspyrnufélagið Víkingur er á. Félagið hugsar hátt og mun reynsla og þekking Vígdísar nýtast afar vel í næstu skrefum félagsins. Við bjóðum Vígdísi hjartanlega velkomna á skrifstofu Víkings.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Miðasala hafin á stórleikinn

Miðasala hafin á stórleikinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum