fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Sakaður um sérstaklega hættulega hnífaárás þegar hann var 15 ára – Stakk ungling í bakið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 11. mars 2025 16:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV hefur undir höndum ákæru í óvenjulegu hnífstungumáli. Það sem gerir málið óvenjulegt er að meint árás var framin fyrir fimm árum þegar ákærði var 15 ára gamall og árásarþoli 16 ára. Er ljóst að rannsókn málsins hefur dregist mjög.

Ákærði er í dag tvítugur að aldri en hann er sakaður um að hafa stungið ungling sem þá var 16 ára, tvisvar í bakið, fyrst í nágrenni við Breiðholtsskóla og síðan í grennd við Árbæjarskóla. Árásin var framin laugardaginn 10. október. Í ákæru segir að árásarþoli hafi hlotið skurð hægra megin yfir herðablaði ofanvert og skurð á baki ofanvert vinstra megin við miðlínu milli herðablaða. Báðir skurðirnir voru um 1 cm að lengd og um 1,5 cm að dýpt.

Fyrir hönd brotaþola er gerð krafa um miskabætur að fjárhæð fjórar milljónir króna.

Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 4. mars síðastliðinn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti
Fréttir
Í gær

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér