fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Sauð upp úr í Breiðholti eftir langvarandi nágrannadeilur

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. mars 2025 07:33

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörg horn að líta í gærkvöldi og í nótt.

Í Breiðholti, hverfi 111 nánar tiltekið, var tilkynnt um líkamsárás en þar var einstaklingur sagður hafa ráðist á annan vegna langvarandi ágreinings á milli þeirra nágranna.

Í skeyti frá lögreglu nú í morgunsárið kemur fram að lögregla hafi farið á staðinn og róað ástandið. Var lögregluskýrsla rituð vegna málsins.

Í Laugardalnum var ökumaður stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur og var hann fluttur á lögreglustöð og látinn laus að lokinni sýnatöku. Farþegi bifreiðarinnar var þó til vandræða og neitaði sá að gefa lögreglu upp nafn og kennitölu þrátt fyrir ítrekuð tækifæri.

Að sögn lögreglu var farþeginn því handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna málsins, en hann mun einnig hafa hrækt á lögreglumann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér