fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Skatturinn vill að þú bregðist við strax – Ekki er allt sem sýnist

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 26. febrúar 2025 14:10

Kettir birtust í auglýsingum Skattsins árið 2023.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„VARÚÐ!

Nú þegar skattframtal einstaklinga fyrir tekjuárið 2024 eru að opnast á vef skattsins (28. feb.), þá skjótast fram vafasamir aðilar sem reyna að villa um og ná í gögn þín og aðgang að tölvu/síma!

Fékk þessi skilaboð frá „Skattinum“ en þegar netfangið er skoðað sem sendir póstinn, reynist það vera svikapóstur: info@ecogreenelectric.ro – Auðsjánlega svikapóstur!“

segir Viðar Eggertsson leikari og leikstjóri. Fleiri hafa fengið sams konar svikapóst meðal annars blaðamaður.

Auðvelt er að falla í gildruna, enda lítur pósturinn mjög eðlilega út og virðist koma frá stjórnvaldi. Og svo eru framtalsskil fyrir árið 2024 að opna á föstudag, 28. Febrúar.

Svo virðist sem Skatturinn hafi fengið fyrirspurnir um póstana, því rétt í þess var birt færsla á Facebook-síðu hans þar sem varað er við svikapóstum:

„Nú í aðdraganda framtalsskila sjá fúlmenni sér leik á borði og reyna að svíkja út upplýsingar frá almenningi. Sú er raunin núna og hafa þúsundir manns fengið póst frá svikurum í nafni Skattsins.

Við minnum á að við opnum fyrir framtalsskil 28. febrúar

Þegar opnar má finna framtalið með því að vafra á þjónustuvef Skattsins og það mun taka á móti ykkur.

Förum varlega og smellum aldrei á hlekki eða hnappa í tölvupóstum nema vera viss um hver sendandinn sé.

Nánari upplýsingar um framtalsskil:  https://www.skatturinn.is/…/opnad-fyrir-framtalsskil…

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Eiginmaður þingflokksformanns Sjálfstæðisflokks á bak við umdeildu EXIT-auglýsinguna

Eiginmaður þingflokksformanns Sjálfstæðisflokks á bak við umdeildu EXIT-auglýsinguna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hrafn kryfur þátt Kveiks um njósnir Björgólfs Thors – „Eigum við ekki skilið hærri klassa af glæpamönnum?“

Hrafn kryfur þátt Kveiks um njósnir Björgólfs Thors – „Eigum við ekki skilið hærri klassa af glæpamönnum?“
Fréttir
Í gær

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla
Fréttir
Í gær

Varaþingmaður Flokks fólksins fordæmir blóðmerahald

Varaþingmaður Flokks fólksins fordæmir blóðmerahald