fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Skíðaferð Heimis vekur umtal – „Er þetta faglegt? Fá leikmenn frí“

433
Mánudaginn 24. febrúar 2025 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Óli Sigurðsson sérfræðingur Þungavigtarinnar vakti athygli á því að Heimir Guðjónsson þjálfari FH hafi ekki verið með liðið um helgina.

Heimir var ekki á skýrslu þegar FH vann sigur á HK í Lengjubikarnum um helgina en Kjartan Henry Finnbogason stýrði liðinu. Kjartan er aðstoðarmaður Heimis.

Kristján segir að Heimir sé staddur í skíðaferð þegar fjörutíu dagar eru í Bestu deildina. „Heimir Guðjónsson núna, er þetta faglegt? Fá leikmenn frí,“ sagði Kristján Óli.

Mikael Nikulásson fyrrum þjálfari KFA tók þá til máls og sagði. „Mér finnst það ekki, ekki í svona. Ég hefði ekki tekið skíðaferð með KFA, það er stutt í mót. Þú ert í efstu deild með FH og það er brekka, ég er ekki að setja út á Heimi en það er stutt í mót. Skrýtið að hann hafi ekki verið í þessum leik, ég efast um að Óskar Hrafn Þorvaldsson sé á leið í skíðaferð og missi af næstu tveimur leikjum KR. En þetta drepur engan,“ sagði Mikael.

Hann tók það þó fram að mögulega skipti þetta engu máli.

„Er ekki bara fínt að fá Heimi frá í nokkra daga, svo mætir hanb aftur ferskur og brúnn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rashford sagður hafa tekið ákvörðun – Á skjön við það sem hefur verið sagt undanfarið

Rashford sagður hafa tekið ákvörðun – Á skjön við það sem hefur verið sagt undanfarið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Enskt stórlið á meðal þeirra sem fylgdust með Ronaldo yngri

Enskt stórlið á meðal þeirra sem fylgdust með Ronaldo yngri
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Börsungar til í að losa átta – Voru áður í lykilhlutverki

Börsungar til í að losa átta – Voru áður í lykilhlutverki
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United búið að opna samtal

United búið að opna samtal
433Sport
Í gær

Hótelverð hækkaði um 900 prósent á einni nóttu og barir ætla að hækka verðið hressilega

Hótelverð hækkaði um 900 prósent á einni nóttu og barir ætla að hækka verðið hressilega
433Sport
Í gær

Dramað að taka enda – Vardy ætlar að borga Rooney 200 milljónir

Dramað að taka enda – Vardy ætlar að borga Rooney 200 milljónir