fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Skíðaferð Heimis vekur umtal – „Er þetta faglegt? Fá leikmenn frí“

433
Mánudaginn 24. febrúar 2025 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Óli Sigurðsson sérfræðingur Þungavigtarinnar vakti athygli á því að Heimir Guðjónsson þjálfari FH hafi ekki verið með liðið um helgina.

Heimir var ekki á skýrslu þegar FH vann sigur á HK í Lengjubikarnum um helgina en Kjartan Henry Finnbogason stýrði liðinu. Kjartan er aðstoðarmaður Heimis.

Kristján segir að Heimir sé staddur í skíðaferð þegar fjörutíu dagar eru í Bestu deildina. „Heimir Guðjónsson núna, er þetta faglegt? Fá leikmenn frí,“ sagði Kristján Óli.

Mikael Nikulásson fyrrum þjálfari KFA tók þá til máls og sagði. „Mér finnst það ekki, ekki í svona. Ég hefði ekki tekið skíðaferð með KFA, það er stutt í mót. Þú ert í efstu deild með FH og það er brekka, ég er ekki að setja út á Heimi en það er stutt í mót. Skrýtið að hann hafi ekki verið í þessum leik, ég efast um að Óskar Hrafn Þorvaldsson sé á leið í skíðaferð og missi af næstu tveimur leikjum KR. En þetta drepur engan,“ sagði Mikael.

Hann tók það þó fram að mögulega skipti þetta engu máli.

„Er ekki bara fínt að fá Heimi frá í nokkra daga, svo mætir hanb aftur ferskur og brúnn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Fær að æfa með stóru félagi tæpu ári eftir alvarlegt slys

Fær að æfa með stóru félagi tæpu ári eftir alvarlegt slys
433Sport
Í gær

Varpar fram kenningu um hvers vegna Salah gerði allt vitlaust – „Ég á rosalega bágt með að sjá það“

Varpar fram kenningu um hvers vegna Salah gerði allt vitlaust – „Ég á rosalega bágt með að sjá það“
433Sport
Í gær

Amorim veit ekki hvort lykilmenn geti spilað á mánudag

Amorim veit ekki hvort lykilmenn geti spilað á mánudag
433Sport
Í gær

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð