fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

Dóttir Mána varð fyrir árás með stíflueyði: „Öm­ur­legt að eft­ir allt þetta þá er það hún sem sit­ur uppi með að þurfa að skipta um skóla“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. febrúar 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stúlka sem varð fyrr alvarlegri árás drengja með stíflueyði á skólalóð Breiðagerðisskóla glímir enn við afleiðingar árásarinnar. Faðir hennar, Máni Eskur Bjarnason, stígur fram í viðtali við Morgunblaðið í dag og gagnrýnir ráðaleysi kerfisins í málum sem þessum.

Dóttir Mána var 12 ára þegar árásin var framin en drengirnir höfðu fengið stúlkuna til að hitta sig á skólalóðinni kvöld eitt í október. Þar köstuðu þeir stíflueyðisdufti í andlit hennar og má stúlkan teljast heppin að hafa ekki misst sjónina. Tókst henni að hlaupa í næsta hús og fá viðeigandi aðstoð. Hún glímir þó enn við afleiðingarnar og þarf að fara til læknis reglulega í eftirlit.

Í viðtalinu kemur fram að Máni hafi ekki ætlað sér að ræða málið í fjölmiðlum en eftir umfjöllun um stöðu mála í Breiðholtsskóla hafi hann séð hvað foreldrar þar eru að ganga í gegnum og hvað kerfið er máttlaust og óvirkt.

Sem dæmi um það kveðst Máni hafa rætt við skólastjórann og fengið þau skilaboð að aðeins væri hægt að vísa skólafélaga hennar úr skóla í sjö daga. „Hann hafi ekki önn­ur úrræði. Þau geti reynt að passa að þau hitt­ist ekki í tvær vik­ur í skól­an­um,“ segir hann meðal annars.

Hinn drengurinn var ekki í sama skóla þegar árásin var framin en með „nokkur mál á bakinu“ eins og það er orðað. Ákváðu foreldrar stúlkunnar að taka hana úr skóla eftir að sá drengur var farinn að mæta aftur á skólalóðina á skólatíma eftir að dóttir hans var komin aftur í skólann.

„Ég treysti ekki skól­an­um eða Reykja­vík­ur­borg. Ég bar núll traust til kerf­is­ins,” segir Máni og tekur fram að það hafi verið stór ákvörðun að taka stúlkuna úr skólanum þar sem vinir hennar eru.

„Já, og það er öm­ur­legt að eft­ir allt þetta þá er það hún sem sit­ur uppi með að þurfa að skipta um skóla. Hún sit­ur uppi með lík­am­leg­ar af­leiðing­ar sem hún mun vera með alla ævi.”

Ítarlega er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar
Fréttir
Í gær

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður RÚV sagður í leyfi eftir ásakanir frá þremur samstarfskonum

Starfsmaður RÚV sagður í leyfi eftir ásakanir frá þremur samstarfskonum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vörugjald af nýjum rafmagnsbílum fellt niður

Vörugjald af nýjum rafmagnsbílum fellt niður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja stöðva niðurrif Sæmundarhlíðar – Rísa eigi 11 íbúða blokk sem varpi skugga á nágranna

Vilja stöðva niðurrif Sæmundarhlíðar – Rísa eigi 11 íbúða blokk sem varpi skugga á nágranna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja gæludýrafrumvarp Ingu ekki duga til – Eigendur brjóti ítrekað reglur, harðar deilur komi oft upp og heimildir til aðgerða skorti

Segja gæludýrafrumvarp Ingu ekki duga til – Eigendur brjóti ítrekað reglur, harðar deilur komi oft upp og heimildir til aðgerða skorti