fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Páll fékk rukkun upp á 7 krónur frá Skattinum – „Ég krefst þess að fá að skipta greiðslunni í tvennt!“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 29. janúar 2025 13:25

Páll var áhyggjufullur þegar hann fékk bréfið en var svo létt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Magnússon, fyrrverandi fjölmiðlamaður og þingmaður, greinir frá því á samfélagsmiðlum að hann hafi fengið rukkun frá Skattinum. Hljóðaði hún upp á heilar 7 krónur íslenskar.

„Ég fékk ábúðarmikið þriggja síðna bréf frá Skattinum um daginn: úrskurð um endurálagningu fyrir gjaldárið 2023,“ segir Páll, sem er í dag forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar.

Kom þetta Páli í opna skjöldu og varð hann áhyggjufullur.

„Ég kipptist við; hverju hef ég nú klúðrað? Hugsaði endurskoðandanum þegjandi þörfina – og fór strax að pæla í hvað ég gæti selt til að borga þetta,“ segir Páll. „Svo þrælaði ég mér í gegnum torfið: “Með úrskurði þessum hefur ríkisskattstjóri hrint í framkvæmd boðuðum breytingum” Niðurstaða: Samtals hækkun 7 – sjö – krónur.“

Í hæðnistóni segist að lokum: „Ég krefst þess að fá að skipta greiðslunni í tvennt!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“