fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Móðir lét umskera lim sonar síns í heimahúsi – Endaði í lífshættulegri aðgerð á Sjúkrahúsi Akureyrar

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 23. janúar 2025 17:00

Móðirin er sökuð um að ógna lífi og velferð sonar síns.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir á Norðurlandi hefur verið ákærð fyrir að láta umskera son sinn. Drengurinn var í lífshættu eftir aðgerðina og þurfti að fara með hann á sjúkrahús í skurðaðgerð.

Héraðssaksóknari hefur ákært móðurina fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, brot í nánu sambandi og brot gegn barnaverndarlögum. Verður sakamálið höfðað fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 27. janúar næstkomandi.

Óþekkt kona

Móðirin er sökuð um að hafa fengið óþekkta konu til að skera forhúðina af getnaðarlimi ólögráða sonar hennar. Þessi ólöglega aðgerð fór fram á heimili þeirra þriðjudaginn 27. september árið 2022.

Í ákærunni, sem var gefin út 12. september á síðasta ári, koma nöfnin ekki fram og heldur ekki aldur eða þjóðerni fólksins.

Lífshættuleg aðgerð

Aðgerðin gekk illa og þurfti að fara með drenginn á Sjúkrahúsið á Akureyri í kjölfarið. Það er sama dag og hún var gerð. Þar þurfti drengurinn að gangast undir svæfingu og skurðaðgerð. Einnig að dvelja á spítalanum í tvo daga eftir aðgerðina.

Í ákærunni segir að móðirin hafi með þessari háttsemi ógnað lífi og velferð sonar síns á sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt. Er þess krafist að hún verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Krefjast 4 milljóna fyrir soninn

Í málinu er einnig gerð einkaréttarkrafa fyrir hönd hins ólögráða sonar. Það er að móðirin greiði honum miskabætur að fjárhæð 4 milljónir króna auk vaxta. Einnig er þess krafist að hún greiði þann málskostnað sem hlýst af málinu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Börn í hópslagsmálum í Breiðholti og skotvopnum stolið í Kópavogi

Börn í hópslagsmálum í Breiðholti og skotvopnum stolið í Kópavogi
Fréttir
Í gær

Rússneskir hermenn falla í stríðum straumum – Ný þróun hefur breytt vígvellinum

Rússneskir hermenn falla í stríðum straumum – Ný þróun hefur breytt vígvellinum
Fréttir
Í gær

Sigmar um auglýsingar SFS – „Eitt fallegasta sjálfsmark sem hefur verið skorað á þessari öld“

Sigmar um auglýsingar SFS – „Eitt fallegasta sjálfsmark sem hefur verið skorað á þessari öld“
Fréttir
Í gær

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“